Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 12. desember 2018 07:00 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla. Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15
Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00