Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni og í öllum jarðgöngum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
„Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?