Vaxtakostnaður 700 milljónir Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:45 Göngin opna 12. janúar næstkomandi. Fréttablaðið/Auðunn Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. um framvindu verkefnisins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en forsvarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólksbifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur.Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga.Ekki verður mönnuð gjaldstöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir einstaklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af langtímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent.Frá kynningarfundinum í gær.„Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vegagerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Mikill vatnselgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði gangamönnum erfitt um vik. Vatnselgurinn kom ekki fram í tilraunaborunum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðlaheiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. um framvindu verkefnisins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en forsvarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólksbifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur.Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga.Ekki verður mönnuð gjaldstöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir einstaklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af langtímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent.Frá kynningarfundinum í gær.„Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vegagerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Mikill vatnselgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði gangamönnum erfitt um vik. Vatnselgurinn kom ekki fram í tilraunaborunum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðlaheiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45