Frá áramótum fá yngri en átján ára frítt í sund í Kópavogi. Þetta var samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs. Í dag kostar 150 krónur í sund fyrir þennan aldurshóp. Í tilkynningu frá bænum segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að þetta falli vel að áherslum bæjarins á fjölskyldu- og lýðheilsumál.
„Frítt verður í sund fram að átján ára afmælisdegi. Undanfarin ár hefur aðgangur í sund verið án endurgjalds fyrir yngri en 10 ára. Þá er sund fyrir eldri borgara án endurgjalds.“

