Segja það mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að hann komi ekki til greina á Óskarnum 11. desember 2018 23:34 Jóhann Jóhannsson var 48 ára þegar hann lést í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Jóhann Jóhannsson heitinn verður ekki á meðal þeirra sem verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist þegar tilkynnt verður hverjar hljóta tilnefningu á mánudag. Greint er frá þessu á vef IndiWire en yfirgagnrýnandi miðilsins hafði kallað eftir því að Jóhann yrði tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina Mandy. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að mati IndieWire. Gagnrýnandinn heitir Eric Kohn en hann segir tónlist Jóhanns við Mandy vera eina af bestu kvikmyndatónsmíðum ársins. Er því haldið fram á IndieWire að þetta séu mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns.Variety greindi frá því fyrr í vikunni að Mandy hefði verið útilokuð frá Óskarsverðlaununum því hún var gerð aðgengileg á streymisveitum á meðan meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar gátu enn greitt atkvæði um hvaða kvikmyndatónskáld myndu hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna.Tónlist Jóhanns við Mandy var nýlega sett í þriðja sæti yfir bestu kvikmyndatónlist ársins á vef IndieWire. Jóhann lést í febrúar síðastliðnum langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 48 ára gamall en hann féll frá skömmu eftir að Mandy hafði verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Hann hlaut mikið lof fyrir verk sín en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmyndunum Sicario og The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Theory of Everything en hann var valinn tónskáld ársins á World Soundtrack-verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Á vef IndieWire er því haldið fram tónlist Jóhanns hefði verið helsta von Mandy um að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í 13. september síðastliðinn áður en hún varð aðgengileg á streymisveitum.Mandy segir frá manni sem leitar hefnda eftir að eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt af djöfladýrkendum. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Panos Cosmatos en hann sagði við IndieWire að hann hefði lengi dáðst að verkum Jóhanns og nefnir þar sérstaklega tónlist hans við Sicario. Hann segir fráfall Jóhanns mikinn missi. Á milli þeirra tókst mikill vinskapur á meðan þeir unnu að Mandy en Cosmatos er þeirrar skoðunar að þeir hefðu getað gert stórkostlega hluti saman hefði samvinna þeirra staðið yfir lengur. Þeir hittust aðeins einu sinni í persónu en töluðust oft við í síma á meðan Jóhann samdi tónlistina. Cosmatos sagðist hafa lýst því fyrir Jóhanni hvað hann hafði í huga.Leikstjórinn Panos Cosmatos.Vísir/GettyÍ opnunarsenu myndarinnar fá áhorfendur að sjá hið útópíska líf sem aðalpersónurnar lifa áður en hörmungarnar dynja yfir. „Ég sagði við hann: Ég vil að þessi sena sé eins og maður sé ellefu ára gamall, sitjandi í baksæti í Trans Am stóra bróður þíns, og hann er að reykja gras og þú finnur lyktina af vanillu-loftfrískaranum,“ rifjar Cosmatos upp. Hann segir Jóhann hafa þagað í smá stund áður en hann svaraði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.“ Tengdar fréttir „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jóhann Jóhannsson heitinn verður ekki á meðal þeirra sem verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist þegar tilkynnt verður hverjar hljóta tilnefningu á mánudag. Greint er frá þessu á vef IndiWire en yfirgagnrýnandi miðilsins hafði kallað eftir því að Jóhann yrði tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina Mandy. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns að mati IndieWire. Gagnrýnandinn heitir Eric Kohn en hann segir tónlist Jóhanns við Mandy vera eina af bestu kvikmyndatónsmíðum ársins. Er því haldið fram á IndieWire að þetta séu mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Jóhanns.Variety greindi frá því fyrr í vikunni að Mandy hefði verið útilokuð frá Óskarsverðlaununum því hún var gerð aðgengileg á streymisveitum á meðan meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar gátu enn greitt atkvæði um hvaða kvikmyndatónskáld myndu hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna.Tónlist Jóhanns við Mandy var nýlega sett í þriðja sæti yfir bestu kvikmyndatónlist ársins á vef IndieWire. Jóhann lést í febrúar síðastliðnum langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 48 ára gamall en hann féll frá skömmu eftir að Mandy hafði verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Hann hlaut mikið lof fyrir verk sín en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist í kvikmyndunum Sicario og The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Theory of Everything en hann var valinn tónskáld ársins á World Soundtrack-verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Á vef IndieWire er því haldið fram tónlist Jóhanns hefði verið helsta von Mandy um að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Myndin var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í 13. september síðastliðinn áður en hún varð aðgengileg á streymisveitum.Mandy segir frá manni sem leitar hefnda eftir að eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt af djöfladýrkendum. Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Andreu Riseborough. Leikstjóri myndarinnar er Panos Cosmatos en hann sagði við IndieWire að hann hefði lengi dáðst að verkum Jóhanns og nefnir þar sérstaklega tónlist hans við Sicario. Hann segir fráfall Jóhanns mikinn missi. Á milli þeirra tókst mikill vinskapur á meðan þeir unnu að Mandy en Cosmatos er þeirrar skoðunar að þeir hefðu getað gert stórkostlega hluti saman hefði samvinna þeirra staðið yfir lengur. Þeir hittust aðeins einu sinni í persónu en töluðust oft við í síma á meðan Jóhann samdi tónlistina. Cosmatos sagðist hafa lýst því fyrir Jóhanni hvað hann hafði í huga.Leikstjórinn Panos Cosmatos.Vísir/GettyÍ opnunarsenu myndarinnar fá áhorfendur að sjá hið útópíska líf sem aðalpersónurnar lifa áður en hörmungarnar dynja yfir. „Ég sagði við hann: Ég vil að þessi sena sé eins og maður sé ellefu ára gamall, sitjandi í baksæti í Trans Am stóra bróður þíns, og hann er að reykja gras og þú finnur lyktina af vanillu-loftfrískaranum,“ rifjar Cosmatos upp. Hann segir Jóhann hafa þagað í smá stund áður en hann svaraði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.“
Tengdar fréttir „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. 28. apríl 2018 16:00
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23
Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30