Kristín Þóra Haraldsdóttir valin í Shooting Stars 2019 Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 22:11 Kristín Þóra Haraldsdóttir. FBL/ERNIR Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi. Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi.
Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira