Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. FBL/Stefán Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?