Mozart helsta fyrirmyndin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. desember 2018 10:00 Eva Rún Snorradóttir í hamingjufötunum sem hún klæðist í sýningunni Leitin að tilgangi lífsins. Fréttablaðið/Ernir Við erum öll í því að vera umhverfisvæn í því hvernig við vinnum og eyðum ekki peningum í eitthvað sem er síðan hent,“ segir Eva Rún um vinnubrögð leikhópsins. „Svo búningarnir okkar eru keyptir með tilliti til þess að við lei Það voru dansari og sviðshönnuður í verkinu sem fóru og völdu þennan búning á mig, silfurlitar buxur sem eru mjög þægilegar og glansandi fjólubláan rúllukragabol en allar persónurnar eru í skæslegum joggingbuxum og rúllukragabol. Ég á eftir að nota þetta en ég hugsa að það sé ekki hægt að segja að þetta sé beint minn stíll. Ég viðurkenni að fjólublár hefur kannski ekki verið alveg minn litur hingað til en rúllukragar eru að gera eitthvað fyrir mig.“ Aðspurð hver sé þá hennar tískufyrirmynd nefnir Eva Rún Mozart. „Mín helsta tískufyrirmynd er Mozart, og ég hef reynt að vinna með hans stíl,“ segir hún. „Mér finnst hann svo töff, þessir síðu jakkar, skyrtur með blúndunum á ermunum og hnébuxurnar.“ Hún viðurkennir að þurfa stundum að láta ímyndunaraflið ráða þegar hún sækir til þessarar fyrirmyndar sinnar. „Ég ímynda mér stundum: myndi Mozart ganga í þessu? því við höfum ekki mikið af myndum af honum,“ segir hún og bætir við: „Nema þetta eina málverk, þessi fræga mynd af honum þar sem hann er hálf svona hæðnislegur og mér finnst hann bara svo sjarmerandi og sjúklega flott í gangi með tískuna þar.“ Eðli málsins samkvæmt segist Eva Rún helst versla á nytjamörkuðum. „Ég versla nánast eingöngu í second-hand búðum og sérstaklega í Austur-Evrópu þar sem er ýmislegt mjög djúsí að finna í þessum stíl.“ Sýningin Leitin að tilgangi lífsins á hug Evu allan þessa dagana og skyggir jafnvel á jólaundirbúninginn. „Við bjóðum fólki að koma á Smáratorg þar sem það fer í ákveðinn leiðangur og er boðið inn í ákveðnar aðstæður þar sem við erum að kurla upp í þessum stóru spurningum eins og af hverju erum við lifandi og hvað vill maðurinn og fleira og við reynum að gera þetta á uppvekjandi hátt en líka þannig að það sé gaman,“ segir hún og bætir við: „Þetta er upplifunarleikhús þannig að þú situr ekki og horfir á eitthvað heldur er ferðalag hvers og eins áhorfanda einstakt svo engir tveir sjá nákvæmlega sömu sýninguna. Sýningin tekur svona tvo klukkutíma og stundum ertu með hópi og stundum einn og engir tveir upplifa hana alveg eins. Sýningin byrjar með símtali nokkrum dögum fyrr og þá spyrjum við nokkurra persónulegra spurninga eins og: Upplifir þú að líf þitt hafi tilgang? Hversu gaman finnst þér að lifa? og svo framvegis og eftir svörunum sníðum við upplifunina.“ Eva Rún verður því á Smáratorgi í fjólubáa rúllukragabolnum og silfurlitu buxunum á næstunni en miða má nálgast á tix.is og hún lofar því að það verði fullt af sýningum í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tengdar fréttir Lífið, alheimurinn, allt og þú Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. 13. desember 2018 11:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum öll í því að vera umhverfisvæn í því hvernig við vinnum og eyðum ekki peningum í eitthvað sem er síðan hent,“ segir Eva Rún um vinnubrögð leikhópsins. „Svo búningarnir okkar eru keyptir með tilliti til þess að við lei Það voru dansari og sviðshönnuður í verkinu sem fóru og völdu þennan búning á mig, silfurlitar buxur sem eru mjög þægilegar og glansandi fjólubláan rúllukragabol en allar persónurnar eru í skæslegum joggingbuxum og rúllukragabol. Ég á eftir að nota þetta en ég hugsa að það sé ekki hægt að segja að þetta sé beint minn stíll. Ég viðurkenni að fjólublár hefur kannski ekki verið alveg minn litur hingað til en rúllukragar eru að gera eitthvað fyrir mig.“ Aðspurð hver sé þá hennar tískufyrirmynd nefnir Eva Rún Mozart. „Mín helsta tískufyrirmynd er Mozart, og ég hef reynt að vinna með hans stíl,“ segir hún. „Mér finnst hann svo töff, þessir síðu jakkar, skyrtur með blúndunum á ermunum og hnébuxurnar.“ Hún viðurkennir að þurfa stundum að láta ímyndunaraflið ráða þegar hún sækir til þessarar fyrirmyndar sinnar. „Ég ímynda mér stundum: myndi Mozart ganga í þessu? því við höfum ekki mikið af myndum af honum,“ segir hún og bætir við: „Nema þetta eina málverk, þessi fræga mynd af honum þar sem hann er hálf svona hæðnislegur og mér finnst hann bara svo sjarmerandi og sjúklega flott í gangi með tískuna þar.“ Eðli málsins samkvæmt segist Eva Rún helst versla á nytjamörkuðum. „Ég versla nánast eingöngu í second-hand búðum og sérstaklega í Austur-Evrópu þar sem er ýmislegt mjög djúsí að finna í þessum stíl.“ Sýningin Leitin að tilgangi lífsins á hug Evu allan þessa dagana og skyggir jafnvel á jólaundirbúninginn. „Við bjóðum fólki að koma á Smáratorg þar sem það fer í ákveðinn leiðangur og er boðið inn í ákveðnar aðstæður þar sem við erum að kurla upp í þessum stóru spurningum eins og af hverju erum við lifandi og hvað vill maðurinn og fleira og við reynum að gera þetta á uppvekjandi hátt en líka þannig að það sé gaman,“ segir hún og bætir við: „Þetta er upplifunarleikhús þannig að þú situr ekki og horfir á eitthvað heldur er ferðalag hvers og eins áhorfanda einstakt svo engir tveir sjá nákvæmlega sömu sýninguna. Sýningin tekur svona tvo klukkutíma og stundum ertu með hópi og stundum einn og engir tveir upplifa hana alveg eins. Sýningin byrjar með símtali nokkrum dögum fyrr og þá spyrjum við nokkurra persónulegra spurninga eins og: Upplifir þú að líf þitt hafi tilgang? Hversu gaman finnst þér að lifa? og svo framvegis og eftir svörunum sníðum við upplifunina.“ Eva Rún verður því á Smáratorgi í fjólubáa rúllukragabolnum og silfurlitu buxunum á næstunni en miða má nálgast á tix.is og hún lofar því að það verði fullt af sýningum í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tengdar fréttir Lífið, alheimurinn, allt og þú Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. 13. desember 2018 11:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Lífið, alheimurinn, allt og þú Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. 13. desember 2018 11:00