Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði verðlaunaða fyrir að ganga ekki til samninga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 13:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira