Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2018 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur ís veitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað.Stúlkan talin trúverðug Maðurinn neitaði sök. Hann hefur alltaf neitað að hafa haft samræði eða önnur kynferðisleg afskipti af stúlkunni umrædda nótt. Þegar stúlkan og frænka hennar voru farnar úr húsinu sendi frænkan manninum SMS þar sem hún sakaði hann um að hafa brotið gegn stúlkunni kynferðislega en hann neitaði allri vitneskju um það.Er það niðurstaða dómsins að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og hafi verið stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hafi hann passað við sönnunargögn í málinu. Þá hafi stúlkan verið í meðferð hjá sálfræðingi Barnahúss sem sagði hana bera mörg þekkt einkenni þolenda kynferðisofbeldis. Maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu en hann var 17 ára þegar hann framdi brotið og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Skal hann borga stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur en hann er sem fyrr segir dæmdur í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur ís veitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað.Stúlkan talin trúverðug Maðurinn neitaði sök. Hann hefur alltaf neitað að hafa haft samræði eða önnur kynferðisleg afskipti af stúlkunni umrædda nótt. Þegar stúlkan og frænka hennar voru farnar úr húsinu sendi frænkan manninum SMS þar sem hún sakaði hann um að hafa brotið gegn stúlkunni kynferðislega en hann neitaði allri vitneskju um það.Er það niðurstaða dómsins að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og hafi verið stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hafi hann passað við sönnunargögn í málinu. Þá hafi stúlkan verið í meðferð hjá sálfræðingi Barnahúss sem sagði hana bera mörg þekkt einkenni þolenda kynferðisofbeldis. Maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu en hann var 17 ára þegar hann framdi brotið og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Skal hann borga stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur en hann er sem fyrr segir dæmdur í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira