Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 18:21 Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla. Grafík/Hlynur Magnússon. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. Áhrifin sem skýrslan gæti haft séu til hins verra og gætu komið í veg fyrir að ljúka verkefni sem komið sé á lokastig eftir tveggja áratuga vinnu. Um sé að ræða sérhagsmunagæslu fólksins í Reykhólahreppi. Nýja skýrslan var unnin fyrir Reykhólahrepp þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasta leiðin fyrir Vestfjarðaleið sé í gegnum hreppinn (R-leið) en ekki Teigsskóg (ÞH-leið) eins og Vegagerðin hefur lagt til. Vegagerðin telur að R-leiðin, sem Vegagerðin nefnir A3 leið, sé allt að fjórum milljörðum krónum dýrari en sú sem Viaplan leggur til. Stærsta ágreiningsatriðið er þrettán kílómetra langur sex metra breiður Reykhólasveitarvegur sem í dag er hlykkjóttur og hæðóttur. Viaplan kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að laga þann veg hvenær sem er. Ekki er talið forsvaranlegt að láta R-leiðina vera háða uppfærslu á Reykhólasveitarvegi.Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Umferð mun aukast til muna „Reykhólasveitarvegur frá gatnamótum Reykhóla að Vestfjarðavegi er til staðar í dag og er fullkomlega ásættanlegur miðað við áætlað umferðarmagn og miðað við stöðuna á Vestfjarðavegi í Gufudal og Djúpadal í dag.“ Hvaða leið sem að lokum verður valin mun vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar styttast. Gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Reykhólasveita mun þrefaldast úr 100 bílum á dag í um 350 bíla á dag. Allir þungaflutningar um sunnanverða Vestfirði muni færast þangað. Uppbygging á veginum mun kosta einn og hálfan milljarð króna að mati Vegagerðarinnar sem stendur fast á sínu að vegur um Teigsskóg (ÞH-leið) sé besta niðurstaðan.Kristinn er afdráttarlaus í pistli sínum á Bæjarins besta og hnýtur um ýmis atriði í skýrslunni. Til dæmis samanburð á R-leið og ÞH-leið hvað varðar umhverfisþætti og vísar í blaðsíðu 15 í skýrslunni. „Helsti munurinn á Reykhólaleið R og Teigsskógsleið ÞH felst m.a. í því að vægi áhrifa leiðar ÞH er verulega neikvætt á fornleifar, birkigróður, landslag, landslagsheildir og Náttúruminjaskrá. Vægi leiðar R er hins vegar talið verulega jákvætt fyrir gistingu og veitingaþjónustu, aðra þjónustu og hátíðir og viðburði.“Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonSegir skýrsluna alls ekki óháða Bendir Kristinn á að aðeins séu taldir til neikvæðir þættir varðandi Teigsskógarleiðina (ÞH) og jákvæða þætti varðandi R-leið sem snúi ekki einu sinni að umhverfisþáttum heldur samfélagslegum. Um er að ræða aðra skýrslu sem unnin er fyrir Reykhólahrepp á árinu. Í báðum tilfellum hefur niðurstaðan verið sú að leiðin um Reykhólahrepp væri ákjósanlegur kostur. Vegagerðin hefur í bæði skiptin staðið föst á leiðinni um Teigsskóg. „Í ljósi þess að nokkrir áróðursmenn í Reykhólahreppi hafa leynt og ljóst ráðist að Vegagerðinni og sakað hana, að ósekju, um hlutdrægni og óvönduð vinnubrögð af því að þeir voru ósammála tillögu Vegagerðarinnar, þá er líklegt að svona efnistök falli i kramið hjá þeim sem réðu skýrsluhöfundinn „óháða“ til starfa,“ segir Kristinn. Hann lýkur máli sínu á þeim nótum að af mörgum skýrslum sem unnar hafi verið um vegagerð um Gufudalasveit síðustu nærri 20 ár sé þessi örugglega sú lakasta. „Hún er á engan hátt óháð og er satt að segja ekki pappírsins virði. Þau áhrif sem skýrslan gæti haft eru bara til hins verra, að koma í veg fyrir að ljúka máli sem er komið á lokastig eftir 20 ára harðsótta göngu, að mylja undir sundrungu og ótrúlega sérhagsmunagæslu fáeinna aðila í sveitarfélaginu. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er.“ Fornminjar Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. Áhrifin sem skýrslan gæti haft séu til hins verra og gætu komið í veg fyrir að ljúka verkefni sem komið sé á lokastig eftir tveggja áratuga vinnu. Um sé að ræða sérhagsmunagæslu fólksins í Reykhólahreppi. Nýja skýrslan var unnin fyrir Reykhólahrepp þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasta leiðin fyrir Vestfjarðaleið sé í gegnum hreppinn (R-leið) en ekki Teigsskóg (ÞH-leið) eins og Vegagerðin hefur lagt til. Vegagerðin telur að R-leiðin, sem Vegagerðin nefnir A3 leið, sé allt að fjórum milljörðum krónum dýrari en sú sem Viaplan leggur til. Stærsta ágreiningsatriðið er þrettán kílómetra langur sex metra breiður Reykhólasveitarvegur sem í dag er hlykkjóttur og hæðóttur. Viaplan kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að laga þann veg hvenær sem er. Ekki er talið forsvaranlegt að láta R-leiðina vera háða uppfærslu á Reykhólasveitarvegi.Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Umferð mun aukast til muna „Reykhólasveitarvegur frá gatnamótum Reykhóla að Vestfjarðavegi er til staðar í dag og er fullkomlega ásættanlegur miðað við áætlað umferðarmagn og miðað við stöðuna á Vestfjarðavegi í Gufudal og Djúpadal í dag.“ Hvaða leið sem að lokum verður valin mun vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar styttast. Gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Reykhólasveita mun þrefaldast úr 100 bílum á dag í um 350 bíla á dag. Allir þungaflutningar um sunnanverða Vestfirði muni færast þangað. Uppbygging á veginum mun kosta einn og hálfan milljarð króna að mati Vegagerðarinnar sem stendur fast á sínu að vegur um Teigsskóg (ÞH-leið) sé besta niðurstaðan.Kristinn er afdráttarlaus í pistli sínum á Bæjarins besta og hnýtur um ýmis atriði í skýrslunni. Til dæmis samanburð á R-leið og ÞH-leið hvað varðar umhverfisþætti og vísar í blaðsíðu 15 í skýrslunni. „Helsti munurinn á Reykhólaleið R og Teigsskógsleið ÞH felst m.a. í því að vægi áhrifa leiðar ÞH er verulega neikvætt á fornleifar, birkigróður, landslag, landslagsheildir og Náttúruminjaskrá. Vægi leiðar R er hins vegar talið verulega jákvætt fyrir gistingu og veitingaþjónustu, aðra þjónustu og hátíðir og viðburði.“Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonSegir skýrsluna alls ekki óháða Bendir Kristinn á að aðeins séu taldir til neikvæðir þættir varðandi Teigsskógarleiðina (ÞH) og jákvæða þætti varðandi R-leið sem snúi ekki einu sinni að umhverfisþáttum heldur samfélagslegum. Um er að ræða aðra skýrslu sem unnin er fyrir Reykhólahrepp á árinu. Í báðum tilfellum hefur niðurstaðan verið sú að leiðin um Reykhólahrepp væri ákjósanlegur kostur. Vegagerðin hefur í bæði skiptin staðið föst á leiðinni um Teigsskóg. „Í ljósi þess að nokkrir áróðursmenn í Reykhólahreppi hafa leynt og ljóst ráðist að Vegagerðinni og sakað hana, að ósekju, um hlutdrægni og óvönduð vinnubrögð af því að þeir voru ósammála tillögu Vegagerðarinnar, þá er líklegt að svona efnistök falli i kramið hjá þeim sem réðu skýrsluhöfundinn „óháða“ til starfa,“ segir Kristinn. Hann lýkur máli sínu á þeim nótum að af mörgum skýrslum sem unnar hafi verið um vegagerð um Gufudalasveit síðustu nærri 20 ár sé þessi örugglega sú lakasta. „Hún er á engan hátt óháð og er satt að segja ekki pappírsins virði. Þau áhrif sem skýrslan gæti haft eru bara til hins verra, að koma í veg fyrir að ljúka máli sem er komið á lokastig eftir 20 ára harðsótta göngu, að mylja undir sundrungu og ótrúlega sérhagsmunagæslu fáeinna aðila í sveitarfélaginu. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er.“
Fornminjar Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00