Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 18:21 Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla. Grafík/Hlynur Magnússon. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. Áhrifin sem skýrslan gæti haft séu til hins verra og gætu komið í veg fyrir að ljúka verkefni sem komið sé á lokastig eftir tveggja áratuga vinnu. Um sé að ræða sérhagsmunagæslu fólksins í Reykhólahreppi. Nýja skýrslan var unnin fyrir Reykhólahrepp þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasta leiðin fyrir Vestfjarðaleið sé í gegnum hreppinn (R-leið) en ekki Teigsskóg (ÞH-leið) eins og Vegagerðin hefur lagt til. Vegagerðin telur að R-leiðin, sem Vegagerðin nefnir A3 leið, sé allt að fjórum milljörðum krónum dýrari en sú sem Viaplan leggur til. Stærsta ágreiningsatriðið er þrettán kílómetra langur sex metra breiður Reykhólasveitarvegur sem í dag er hlykkjóttur og hæðóttur. Viaplan kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að laga þann veg hvenær sem er. Ekki er talið forsvaranlegt að láta R-leiðina vera háða uppfærslu á Reykhólasveitarvegi.Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Umferð mun aukast til muna „Reykhólasveitarvegur frá gatnamótum Reykhóla að Vestfjarðavegi er til staðar í dag og er fullkomlega ásættanlegur miðað við áætlað umferðarmagn og miðað við stöðuna á Vestfjarðavegi í Gufudal og Djúpadal í dag.“ Hvaða leið sem að lokum verður valin mun vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar styttast. Gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Reykhólasveita mun þrefaldast úr 100 bílum á dag í um 350 bíla á dag. Allir þungaflutningar um sunnanverða Vestfirði muni færast þangað. Uppbygging á veginum mun kosta einn og hálfan milljarð króna að mati Vegagerðarinnar sem stendur fast á sínu að vegur um Teigsskóg (ÞH-leið) sé besta niðurstaðan.Kristinn er afdráttarlaus í pistli sínum á Bæjarins besta og hnýtur um ýmis atriði í skýrslunni. Til dæmis samanburð á R-leið og ÞH-leið hvað varðar umhverfisþætti og vísar í blaðsíðu 15 í skýrslunni. „Helsti munurinn á Reykhólaleið R og Teigsskógsleið ÞH felst m.a. í því að vægi áhrifa leiðar ÞH er verulega neikvætt á fornleifar, birkigróður, landslag, landslagsheildir og Náttúruminjaskrá. Vægi leiðar R er hins vegar talið verulega jákvætt fyrir gistingu og veitingaþjónustu, aðra þjónustu og hátíðir og viðburði.“Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonSegir skýrsluna alls ekki óháða Bendir Kristinn á að aðeins séu taldir til neikvæðir þættir varðandi Teigsskógarleiðina (ÞH) og jákvæða þætti varðandi R-leið sem snúi ekki einu sinni að umhverfisþáttum heldur samfélagslegum. Um er að ræða aðra skýrslu sem unnin er fyrir Reykhólahrepp á árinu. Í báðum tilfellum hefur niðurstaðan verið sú að leiðin um Reykhólahrepp væri ákjósanlegur kostur. Vegagerðin hefur í bæði skiptin staðið föst á leiðinni um Teigsskóg. „Í ljósi þess að nokkrir áróðursmenn í Reykhólahreppi hafa leynt og ljóst ráðist að Vegagerðinni og sakað hana, að ósekju, um hlutdrægni og óvönduð vinnubrögð af því að þeir voru ósammála tillögu Vegagerðarinnar, þá er líklegt að svona efnistök falli i kramið hjá þeim sem réðu skýrsluhöfundinn „óháða“ til starfa,“ segir Kristinn. Hann lýkur máli sínu á þeim nótum að af mörgum skýrslum sem unnar hafi verið um vegagerð um Gufudalasveit síðustu nærri 20 ár sé þessi örugglega sú lakasta. „Hún er á engan hátt óháð og er satt að segja ekki pappírsins virði. Þau áhrif sem skýrslan gæti haft eru bara til hins verra, að koma í veg fyrir að ljúka máli sem er komið á lokastig eftir 20 ára harðsótta göngu, að mylja undir sundrungu og ótrúlega sérhagsmunagæslu fáeinna aðila í sveitarfélaginu. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er.“ Fornminjar Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. Áhrifin sem skýrslan gæti haft séu til hins verra og gætu komið í veg fyrir að ljúka verkefni sem komið sé á lokastig eftir tveggja áratuga vinnu. Um sé að ræða sérhagsmunagæslu fólksins í Reykhólahreppi. Nýja skýrslan var unnin fyrir Reykhólahrepp þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasta leiðin fyrir Vestfjarðaleið sé í gegnum hreppinn (R-leið) en ekki Teigsskóg (ÞH-leið) eins og Vegagerðin hefur lagt til. Vegagerðin telur að R-leiðin, sem Vegagerðin nefnir A3 leið, sé allt að fjórum milljörðum krónum dýrari en sú sem Viaplan leggur til. Stærsta ágreiningsatriðið er þrettán kílómetra langur sex metra breiður Reykhólasveitarvegur sem í dag er hlykkjóttur og hæðóttur. Viaplan kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að laga þann veg hvenær sem er. Ekki er talið forsvaranlegt að láta R-leiðina vera háða uppfærslu á Reykhólasveitarvegi.Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Umferð mun aukast til muna „Reykhólasveitarvegur frá gatnamótum Reykhóla að Vestfjarðavegi er til staðar í dag og er fullkomlega ásættanlegur miðað við áætlað umferðarmagn og miðað við stöðuna á Vestfjarðavegi í Gufudal og Djúpadal í dag.“ Hvaða leið sem að lokum verður valin mun vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar styttast. Gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Reykhólasveita mun þrefaldast úr 100 bílum á dag í um 350 bíla á dag. Allir þungaflutningar um sunnanverða Vestfirði muni færast þangað. Uppbygging á veginum mun kosta einn og hálfan milljarð króna að mati Vegagerðarinnar sem stendur fast á sínu að vegur um Teigsskóg (ÞH-leið) sé besta niðurstaðan.Kristinn er afdráttarlaus í pistli sínum á Bæjarins besta og hnýtur um ýmis atriði í skýrslunni. Til dæmis samanburð á R-leið og ÞH-leið hvað varðar umhverfisþætti og vísar í blaðsíðu 15 í skýrslunni. „Helsti munurinn á Reykhólaleið R og Teigsskógsleið ÞH felst m.a. í því að vægi áhrifa leiðar ÞH er verulega neikvætt á fornleifar, birkigróður, landslag, landslagsheildir og Náttúruminjaskrá. Vægi leiðar R er hins vegar talið verulega jákvætt fyrir gistingu og veitingaþjónustu, aðra þjónustu og hátíðir og viðburði.“Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonSegir skýrsluna alls ekki óháða Bendir Kristinn á að aðeins séu taldir til neikvæðir þættir varðandi Teigsskógarleiðina (ÞH) og jákvæða þætti varðandi R-leið sem snúi ekki einu sinni að umhverfisþáttum heldur samfélagslegum. Um er að ræða aðra skýrslu sem unnin er fyrir Reykhólahrepp á árinu. Í báðum tilfellum hefur niðurstaðan verið sú að leiðin um Reykhólahrepp væri ákjósanlegur kostur. Vegagerðin hefur í bæði skiptin staðið föst á leiðinni um Teigsskóg. „Í ljósi þess að nokkrir áróðursmenn í Reykhólahreppi hafa leynt og ljóst ráðist að Vegagerðinni og sakað hana, að ósekju, um hlutdrægni og óvönduð vinnubrögð af því að þeir voru ósammála tillögu Vegagerðarinnar, þá er líklegt að svona efnistök falli i kramið hjá þeim sem réðu skýrsluhöfundinn „óháða“ til starfa,“ segir Kristinn. Hann lýkur máli sínu á þeim nótum að af mörgum skýrslum sem unnar hafi verið um vegagerð um Gufudalasveit síðustu nærri 20 ár sé þessi örugglega sú lakasta. „Hún er á engan hátt óháð og er satt að segja ekki pappírsins virði. Þau áhrif sem skýrslan gæti haft eru bara til hins verra, að koma í veg fyrir að ljúka máli sem er komið á lokastig eftir 20 ára harðsótta göngu, að mylja undir sundrungu og ótrúlega sérhagsmunagæslu fáeinna aðila í sveitarfélaginu. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er.“
Fornminjar Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00