Herbert leitar sonar síns í heimi fíkniefna Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2018 07:00 Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00
Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?