Þessi tvítugi miðjumaður á að baki 95 leiki fyrir Þór/KA en hún varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra og spilaði þá alla leiki liðsins í deildinni.
Anna Rakel á að baki fjóra landsleiki fyrir A-landslið Íslands sem og 24 leiki fyrir U17 og U19 ára liðið en hér er á ferð einn af efnilegri miðjumönnum Íslands.
Linköping varð Svíþjóðarmeistari 2016 og 2017 og komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en það hafnaði aðeins í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili.
Anna Rakel er ekki fyrsti leikmaðurinn sem að Þór/KA missir frá sér eftir síðustu leiktíð en Lillý Rut Hlynsdóttir er gengin í raðir Vals og þá er Ariana Calderon farin frá Akureyrarfélaginu.