Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2018 19:00 Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum. Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum.
Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11