Handbolti

Frakkar mæta Rússum í úrslitum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Siraba Dembele fagnar marki í leiknum í kvöld.
Siraba Dembele fagnar marki í leiknum í kvöld. Vísir/EPA
Það verður Frakkland sem mætir Rússlandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir öruggan sigur á Hollendingum í undanúrslitaleik í kvöld. Frakkar stungu af í síðari hálfleik og unnu að lokum 27-21 sigur.

Heimaliðið hafði eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Frakkar voru oftast yfir en Hollendingar börðust af krafti og héldu sér inni í leiknum.

Í síðari hálfleik sýndu Frakkar hins vegar mátt sinn. Þær juku muninn smátt og smátt og lokamínúturnar voru ekki spennandi. Áhorfendur tóku vel undir í stúkunni og það er ljóst að stemmningin í úrslitaleiknum á sunnudag verður frábær.

Estelle Minko var markahæst hjá Frökkum með 5 mörk en þær Beatrice Edwige, Laura Flippes og Siraba Dembele skoruðu allar 4 mörk.

Hjá Hollendingum skoraði Lois Abbingh mest eða 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×