Trylltur ökumaður, nágrannaerjur og einn sem brjálaðist í vegabréfaskoðun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 22:11 Það hefur gengið á ýmsu hjá lögreglunni það sem af er löggutísti. vísir/vilhelm Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur. Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur.
Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
#Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30