Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. desember 2018 11:44 Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar. Etienne De Malglaive/Getty Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt. Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt.
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02