Katowice-samþykktin marki tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:49 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira