Katowice-samþykktin marki tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:49 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira