Nýju húsi „klesst“ upp að gluggunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Nýtt tvíbýlishús á Bergstaðastræti 29 á að vera áfast þessum tveimur íbúðarhúsum og loka fyrir gluggana á gula húsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira