Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við 4 prósenta verðbólgu næstu 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira