Handbolti

Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson er kominn í græna litinn hjá Skjern.
Patrekur Jóhannesson er kominn í græna litinn hjá Skjern. Mynd/Twitter/ @SkjernHaandbold
Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans.

Patrekur starfar einnig sem landsliðsþjálfari Austurríkis og það var austurríska handboltasambandið sem sagði fyrst frá ráðningu Patreks.

Patrekur tekur við 1. júlí og hefur gert þriggja ára samning við Skjern.

Það verður nóg að gera hjá honum þangað til því hann mun stýra austurríska landsliðnu á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar.

Í framhaldinu taka síðan við mikilvægustu leikir tímabilsins með Selfossi þar sem liðið er í toppbaráttu Olís deildar karla og komið í átta liða úrslit Coca Cola bikars karla.

„Við erum sannfærð að með reynslu sinni og ástríðu muni Parekur geta haldið áfram okkar góða starfi hjá félaginu,“ sagði Carsten Thygesen, stjórnarformaður Skjern.

Hér fyrir neðan má sjá staðfestinguna hjá Skjern.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×