Vala Eiríks velur plötur ársins 2018: „Fékk bónerinn minn aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Vala Eiríks starfar á FM957. Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir á FM 957 hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Ylja – Dætur Þessar stelpur eru uppáhaldið mitt og sem sérlegur þjóðlagaperri kolféll ég fyrir plötunni, Dætur. Vel unnin, hrein og tær. Raddirnar þeirra fara fullkomlega saman og gefa lögunum sem við þekkjum öll og elskum nýtt líf, með fortíðarsjarma samt.2. Todmobile – Hermaur Þetta er kannski pínku svindlsvar þar sem þetta er safnplata, en hún kom út á þessu ári svo ég leyfi mér bara víst að setja hana á listann minn. Elska Todmobile, að eilífu, Amen.3. Herra Hnetusmjör – Hetjan úr hverfinu Ókei, ég veit að allir sem mig þekkja fá hland fyrir hjartað núna, enda hata ég rapp.. Hata. En ég veit ekki. Hnetusmjör lætur mér líða svalri þegar ég hlusta á hann og lagið Keyra og Upp Til Hópa tryggir þriðja sætið á þessum lista. Erlendar plötur ársins: 1. Børns – Blue Madonna Ég uppgötvaði Børns fyrr á þessu ári og hef verið húkkt síðan. Sko óþolandi húkkt. Hann er töfrar og tónlistin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Myndi giftast honum ef hann vildi mig. Uppáhalds lagið á plötunni er Faded Heart.2. Muse - Simulation Theory Það er eitthvað við hljóminn þeirra sem bara heldur mér. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið pínkulítið föst í fortíðinni hvað Muse varðar, en svo kom þessi plata! Ómægod hvað ég fékk bónerinn minn aftur. Ég verð eiginlega að taka Propaganda sérstaklega fyrir, því það er áráttulagið mitt þessa dagana, alveg nettur Prince í því.3. First Aid Kit – Ruins Ég er með netta First Aid Kit áráttu, alveg síðan ég heyrði Wolf. Ef þú kannt að meta vandaða texta, melodíur sem tala við sálina þína og fullkomnar raddanir þá eru sænsku drottningarnar þínar. Ruins er unaður. Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir á FM 957 hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Ylja – Dætur Þessar stelpur eru uppáhaldið mitt og sem sérlegur þjóðlagaperri kolféll ég fyrir plötunni, Dætur. Vel unnin, hrein og tær. Raddirnar þeirra fara fullkomlega saman og gefa lögunum sem við þekkjum öll og elskum nýtt líf, með fortíðarsjarma samt.2. Todmobile – Hermaur Þetta er kannski pínku svindlsvar þar sem þetta er safnplata, en hún kom út á þessu ári svo ég leyfi mér bara víst að setja hana á listann minn. Elska Todmobile, að eilífu, Amen.3. Herra Hnetusmjör – Hetjan úr hverfinu Ókei, ég veit að allir sem mig þekkja fá hland fyrir hjartað núna, enda hata ég rapp.. Hata. En ég veit ekki. Hnetusmjör lætur mér líða svalri þegar ég hlusta á hann og lagið Keyra og Upp Til Hópa tryggir þriðja sætið á þessum lista. Erlendar plötur ársins: 1. Børns – Blue Madonna Ég uppgötvaði Børns fyrr á þessu ári og hef verið húkkt síðan. Sko óþolandi húkkt. Hann er töfrar og tónlistin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Myndi giftast honum ef hann vildi mig. Uppáhalds lagið á plötunni er Faded Heart.2. Muse - Simulation Theory Það er eitthvað við hljóminn þeirra sem bara heldur mér. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið pínkulítið föst í fortíðinni hvað Muse varðar, en svo kom þessi plata! Ómægod hvað ég fékk bónerinn minn aftur. Ég verð eiginlega að taka Propaganda sérstaklega fyrir, því það er áráttulagið mitt þessa dagana, alveg nettur Prince í því.3. First Aid Kit – Ruins Ég er með netta First Aid Kit áráttu, alveg síðan ég heyrði Wolf. Ef þú kannt að meta vandaða texta, melodíur sem tala við sálina þína og fullkomnar raddanir þá eru sænsku drottningarnar þínar. Ruins er unaður.
Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira