Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 13:41 Sigurður Yngvi segist hafa neyðst til að víkja Sigrúnu úr rannsóknahóp sínum og hún hafi í kjölfarið ráðist á sig í vitna viðurvist og hafði í hótunum. Mynd/Samsett Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors. Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors.
Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48