Pírataruglið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar