Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Jóhann Helgason á Laugavegi þar sem hann samdi Söknuð við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar í bakhúsi sem hann var þá nýfluttur í. Fréttablaðið/Anton Brink „Við höfum ekkert um þetta að segja,“ segir Naila Saleh, skrifstofustjóri hjá Universal Music í Stokkhólmi, um málshöfðun Jóhanns Helgasonar á hendur Rolf Løvland, Universal og fleirum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu i gær hefur Jóhann stefnt Rolf Løvland og ýmsum fyrirtækjum fyrir dómstól í Los Angeles fyrir stuld á laginu Söknuði frá 1977. Jóhann segir að lagið You Raise Me Up sem Løvland sendi frá sér 2001 sé í raun lagið Söknuður. You Raise Me Up mun vera eitt ábatasamasta lag allra tíma. Fjallað var um málið á afþreyingarfréttavefnum tmz.com í gær. „Hann má eiga það að þetta hljómar MJÖG líkt,“ skrifar tmz.com um fullyrðingar Jóhanns. Auk þess að leita til útgáfufyrirtækis Løvlands, Universal, falaðist Fréttablaðið eftir viðbrögðum frá Løvland sjálfum í gær. Ekkert svar barst en Fréttablaðið vitnaði á sínum tíma til viðbragða hans við blaðamannafundi í apríl í vor þar sem Jóhann boðaði málshöfðun síðar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland þá við Verdens Gang í Noregi. Eftir blaðamannafundinn í apríl sagði Martin Ingeström, forstjóri Universal í Stokkhómi, í svari til Fréttablaðsins að nefndir á vegum höfundarréttarsamtakanna STIM í Svíþjóð og Tono í Noregi hefðu þegar skorið úr um að ekki væri um lagastuld að ræða. Samkvæmt sérfræðingum á vegum íslensku höfundarréttarsamtakanna STEFs voru líkindi laganna á hinn bóginn talin 97 prósent. Mikil áhersla er lögð á það í stefnu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, að rökstyðja það að Rolf Løvland hafi heyrt Söknuð áður en hann sendi You Raise Me Up frá sér. Segir í stefnunni að Løvland hafi á Eurovision í Júgóslavíu árið 1990 fengið kassettu með kynningu á íslenskum lögum, þar með töldum Söknuði. Hljómsveitin Stjórnin hafi keppt fyrir Ísland og Løvland hafi á næstu árum átt samstarf við Sigríði Beinteinsdóttur, bæði í Noregi og á Íslandi. Þá nefnir Machat að útgáfa Gísla Helgasonar á Söknuði hafi verið á lagalista allra Icelandair-véla frá 1992 og út árið 1996. Løvland hafi flogið til og frá Íslandi á árunum 1994 og 1995. Hann hafi verið við upptökur í hljóðverinu Sýrlandi. „Starfsfólk íslensku útvarpsstöðvanna getur staðfest að Söknuður, sem er sígilt lag flutt af einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar, hafi fengið stöðuga útvarpsspilun frá útgáfu árið 1977. Í hljóðverinu Sýrlandi var oft kveikt á íslensku útvarpsstöðvunum RÚV og Bylgjunni á hvíldarsvæðinu,“ segir í stefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Við höfum ekkert um þetta að segja,“ segir Naila Saleh, skrifstofustjóri hjá Universal Music í Stokkhólmi, um málshöfðun Jóhanns Helgasonar á hendur Rolf Løvland, Universal og fleirum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu i gær hefur Jóhann stefnt Rolf Løvland og ýmsum fyrirtækjum fyrir dómstól í Los Angeles fyrir stuld á laginu Söknuði frá 1977. Jóhann segir að lagið You Raise Me Up sem Løvland sendi frá sér 2001 sé í raun lagið Söknuður. You Raise Me Up mun vera eitt ábatasamasta lag allra tíma. Fjallað var um málið á afþreyingarfréttavefnum tmz.com í gær. „Hann má eiga það að þetta hljómar MJÖG líkt,“ skrifar tmz.com um fullyrðingar Jóhanns. Auk þess að leita til útgáfufyrirtækis Løvlands, Universal, falaðist Fréttablaðið eftir viðbrögðum frá Løvland sjálfum í gær. Ekkert svar barst en Fréttablaðið vitnaði á sínum tíma til viðbragða hans við blaðamannafundi í apríl í vor þar sem Jóhann boðaði málshöfðun síðar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland þá við Verdens Gang í Noregi. Eftir blaðamannafundinn í apríl sagði Martin Ingeström, forstjóri Universal í Stokkhómi, í svari til Fréttablaðsins að nefndir á vegum höfundarréttarsamtakanna STIM í Svíþjóð og Tono í Noregi hefðu þegar skorið úr um að ekki væri um lagastuld að ræða. Samkvæmt sérfræðingum á vegum íslensku höfundarréttarsamtakanna STEFs voru líkindi laganna á hinn bóginn talin 97 prósent. Mikil áhersla er lögð á það í stefnu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, að rökstyðja það að Rolf Løvland hafi heyrt Söknuð áður en hann sendi You Raise Me Up frá sér. Segir í stefnunni að Løvland hafi á Eurovision í Júgóslavíu árið 1990 fengið kassettu með kynningu á íslenskum lögum, þar með töldum Söknuði. Hljómsveitin Stjórnin hafi keppt fyrir Ísland og Løvland hafi á næstu árum átt samstarf við Sigríði Beinteinsdóttur, bæði í Noregi og á Íslandi. Þá nefnir Machat að útgáfa Gísla Helgasonar á Söknuði hafi verið á lagalista allra Icelandair-véla frá 1992 og út árið 1996. Løvland hafi flogið til og frá Íslandi á árunum 1994 og 1995. Hann hafi verið við upptökur í hljóðverinu Sýrlandi. „Starfsfólk íslensku útvarpsstöðvanna getur staðfest að Söknuður, sem er sígilt lag flutt af einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar, hafi fengið stöðuga útvarpsspilun frá útgáfu árið 1977. Í hljóðverinu Sýrlandi var oft kveikt á íslensku útvarpsstöðvunum RÚV og Bylgjunni á hvíldarsvæðinu,“ segir í stefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30