Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira