Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Frá árinu 2006 hefur Íslandspóstur fært sig meir og meir inn á flutningamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Árin 2016 og 2017 nýtti Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan hagnað af bréfum innan einkaréttar til að niðurgreiða tap sem hlaust af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða þjónustugjöld í alþjónustu með einkaréttartekjum nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauðsynlegt vegna alþjónustukvaða. Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP samtals um tæplega 868 milljónir vegna bréfa í einkarétti þó að bréfsendingum fækkaði á tímabilinu. Árið 2015 var afkoman jákvæð um 13 milljónir og því talsvert stórt stökk milli ára. Hagnaður ársins 2016 var í raun svo mikill að í fyrra íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að afturkalla ákvörðun sína um gjaldskrárhækkun innan einkaréttar. Á sama tíma var afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu neikvæð um tæplega 1,5 milljarða. Stærstan hluta þess, tæplega 1,1 milljarð, má rekja til svokallaðra „Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu greiddar vegna alþjóðlegra endastöðvasamninga. Afgangstapið, um 400 milljónir króna, er vegna annarrar samkeppni innanlands. Svar ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um sundurliðun tapsins eftir uppruna sendinga var á þann veg að þessar upplýsingar væru ekki teknar saman.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONÍ opinberum gögnum frá PFS kemur fram að viðvarandi tap hefur verið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum innanlands en hve mikið það er hefur verið máð úr þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði ekki fyrirspurn um hve mikið tapið hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki samþykki frá PFS. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Lög um póstþjónustu kveða á um að gjaldskrá skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá hluti hagnaðarins er færður „undir strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisréttar og frá honum dregin söluafkoma eigna, afkoma dótturfélaga og aðrir liðir. Sundurliðun á afkomu hvers hluta fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið birt. Það var gert í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að hlutfallsskiptingin milli starfsþátta nú sé svipuð og þá eykst hagnaðurinn innan einkaréttar um á annað hundrað milljónir að minnsta kosti. Tapið af samkeppni innan alþjónustu dregst að sama skapi saman um minnst tæpar 400 milljónir. Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt fjármuni úr einkaréttinum til að mæta tapi innan samkeppni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu (SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna fara út fyrir þá heimild sem póstþjónustulögin veita. Bæði sé um háar upphæðir að ræða og þá liggi fyrir að tap sé á einstökum liðum í samkeppnisrekstri innanlands. Það sem af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á annað vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Árin 2016 og 2017 nýtti Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan hagnað af bréfum innan einkaréttar til að niðurgreiða tap sem hlaust af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða þjónustugjöld í alþjónustu með einkaréttartekjum nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauðsynlegt vegna alþjónustukvaða. Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP samtals um tæplega 868 milljónir vegna bréfa í einkarétti þó að bréfsendingum fækkaði á tímabilinu. Árið 2015 var afkoman jákvæð um 13 milljónir og því talsvert stórt stökk milli ára. Hagnaður ársins 2016 var í raun svo mikill að í fyrra íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að afturkalla ákvörðun sína um gjaldskrárhækkun innan einkaréttar. Á sama tíma var afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu neikvæð um tæplega 1,5 milljarða. Stærstan hluta þess, tæplega 1,1 milljarð, má rekja til svokallaðra „Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu greiddar vegna alþjóðlegra endastöðvasamninga. Afgangstapið, um 400 milljónir króna, er vegna annarrar samkeppni innanlands. Svar ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um sundurliðun tapsins eftir uppruna sendinga var á þann veg að þessar upplýsingar væru ekki teknar saman.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONÍ opinberum gögnum frá PFS kemur fram að viðvarandi tap hefur verið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum innanlands en hve mikið það er hefur verið máð úr þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði ekki fyrirspurn um hve mikið tapið hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki samþykki frá PFS. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Lög um póstþjónustu kveða á um að gjaldskrá skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá hluti hagnaðarins er færður „undir strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisréttar og frá honum dregin söluafkoma eigna, afkoma dótturfélaga og aðrir liðir. Sundurliðun á afkomu hvers hluta fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið birt. Það var gert í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að hlutfallsskiptingin milli starfsþátta nú sé svipuð og þá eykst hagnaðurinn innan einkaréttar um á annað hundrað milljónir að minnsta kosti. Tapið af samkeppni innan alþjónustu dregst að sama skapi saman um minnst tæpar 400 milljónir. Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt fjármuni úr einkaréttinum til að mæta tapi innan samkeppni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu (SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna fara út fyrir þá heimild sem póstþjónustulögin veita. Bæði sé um háar upphæðir að ræða og þá liggi fyrir að tap sé á einstökum liðum í samkeppnisrekstri innanlands. Það sem af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á annað vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent