Hefur tekið á móti hundruðum barna Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?