Macron er í töluverðu klandri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Mótmælandi stillir sér upp við brennandi bíl í París um helgina. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent