Biðst afsökunar á taktlausri dansspurningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:30 Þessa mynd birti Martin Solveig af sér og Ödu Hegerberg skömmu eftir athöfnina. Martin Solveig Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13