Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:00 Grjót úr eldri hafnargarðinum öðlast nýtt líf sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2, einnar nýbyggingarinnar við Hafnartorg. Fréttablaðið/Ernir Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnartorg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minjastofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum uppgröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarðinum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostnaður við það nam hálfum milljarði.Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVAAgnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnargarðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heimildir eru til um frá 1881. Sá er aldursfriðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varðveitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum settir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnartorg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minjastofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum uppgröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarðinum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostnaður við það nam hálfum milljarði.Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVAAgnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnargarðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heimildir eru til um frá 1881. Sá er aldursfriðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varðveitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum settir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00
Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11