Í gær var hann mættur í hið vanalega að árita nokkur hundrað plaköt. Hann er ásamt öðrum bardagaköppum á flottu hóteli í miðborg Toronto.
Okkar maður hefur nýtt tímann einnig til æfinga og þá oftar en ekki á kvöldin. Vigtin er sem fyrr góð hjá honum og verður væntanlega ekki vesen hjá honum frekar en fyrri daginn að ná réttri þyngd.
Í dag taka svo við viðtöl og einnig verður nóg af viðtölum á morgun. Vigtunin fer svo fram á föstudag.
Vísir er mættur á svæðið og mun fylgjast ítarlega með okkar manni næstu daga. Bardagi Gunnars á laugardag er svo í beinni á Stöð 2 Sport.
