Fulltrúi fólksins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Almenningur á sinn fulltrúa á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sá er David Attenborough, maður sem almenningur þekkir að góðu einu. Er hann að því leyti frábrugðinn mörgum stjórnmálamönnum sem eru of gefnir fyrir hentistefnu og svo uppteknir við að ota eigin tota að þeir hafa lítinn tíma aflögu til að gæta að hag lands síns og þjóðar. Attenborough hefur gert margt fyrir þennan heim. Í áratugi hefur hann ferðast til ótal landa og kynnt sér dýralíf. Hann kemur auga á dýrðina í smáum skorkvikindum jafnt sem voldugum ljónum og krókódílum. Upplifun sinni hefur hann miðlað á smitandi hátt til umheimsins í stórkostlegum dýra- og náttúrulífsþáttum. Það kann vissulega að hafa hvarflað að einhverjum sjónvarpsáhorfendum að náttúrufræðingurinn knái hafi jafnvel meira álit á dýraríkinu en mannkyninu, en jafnvel þótt svo væri er vart hægt að álasa honum. Mannkynið hefur ótalmargt á samviskunni, ekki síst það að ganga rösklega fram við að eyða lífi á jörðinni. Forsvarsmenn loftslagsráðstefnunnar í Póllandi fengu Attenborough það hlutverk að safna sögum fólks og koma skilaboðum þess á framfæri á loftslagsráðstefnunni. Það gerði hann af þvílíkum krafti að ræða hans rataði í fjölmiðla víða um heim. Í ræðunni sagði hann algjört hrun siðmenningar blasa við og að hætta væri á gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Hann kom á framfæri þeim skilaboðum sem fólk víðsvegar að bað hann að koma til ráðamanna heims, sem eru þau að bregðast strax við. Samkvæmt Attenborough, og við skulum trúa honum, er almenningur um allan heim reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fólk er að missa heimili sín, náttúra eyðist, dýrategundir hverfa og fólk deyr – allt vegna loftslagsbreytinga. Almenningur hefur áttað sig, en það nægir ekki ef ráðamenn heims aðhafast ekkert. Hálfkák er ekki í boði. Það þarf að bregðast við strax. Og þetta „strax“ er ekki teygjanlegt og órætt hugtak, heldur merkir það „samstundis“. Harmleikur heimsbyggðarinnar í þessari baráttu er að ráðamenn heims eru of margir ábyrgðarlausir og duttlungafullir og sjá enga ástæðu til að taka mark á færustu vísindamönnum. Forseti Bandaríkjanna fer þar fremstur í flokki og á sér liðsmenn í öðrum miður geðslegum ráðamönnum, eins og nýkjörnum forseta Brasilíu. Heiminum stafar hætta af afneitun þessara manna. Það er ekki nóg að almenningur taki mark á aðvörunum vísindamanna, það gerist sárafátt ef ráðamenn, sem hafa raunveruleg áhrif, eru ekki með í för. Þeir hafa skyldum að gegna og verða að sjá sóma sinn í að sinna þeim. Þegar við blasir hrun siðmenningar geta ráðamenn heims ekki látið eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur á sinn fulltrúa á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sá er David Attenborough, maður sem almenningur þekkir að góðu einu. Er hann að því leyti frábrugðinn mörgum stjórnmálamönnum sem eru of gefnir fyrir hentistefnu og svo uppteknir við að ota eigin tota að þeir hafa lítinn tíma aflögu til að gæta að hag lands síns og þjóðar. Attenborough hefur gert margt fyrir þennan heim. Í áratugi hefur hann ferðast til ótal landa og kynnt sér dýralíf. Hann kemur auga á dýrðina í smáum skorkvikindum jafnt sem voldugum ljónum og krókódílum. Upplifun sinni hefur hann miðlað á smitandi hátt til umheimsins í stórkostlegum dýra- og náttúrulífsþáttum. Það kann vissulega að hafa hvarflað að einhverjum sjónvarpsáhorfendum að náttúrufræðingurinn knái hafi jafnvel meira álit á dýraríkinu en mannkyninu, en jafnvel þótt svo væri er vart hægt að álasa honum. Mannkynið hefur ótalmargt á samviskunni, ekki síst það að ganga rösklega fram við að eyða lífi á jörðinni. Forsvarsmenn loftslagsráðstefnunnar í Póllandi fengu Attenborough það hlutverk að safna sögum fólks og koma skilaboðum þess á framfæri á loftslagsráðstefnunni. Það gerði hann af þvílíkum krafti að ræða hans rataði í fjölmiðla víða um heim. Í ræðunni sagði hann algjört hrun siðmenningar blasa við og að hætta væri á gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Hann kom á framfæri þeim skilaboðum sem fólk víðsvegar að bað hann að koma til ráðamanna heims, sem eru þau að bregðast strax við. Samkvæmt Attenborough, og við skulum trúa honum, er almenningur um allan heim reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fólk er að missa heimili sín, náttúra eyðist, dýrategundir hverfa og fólk deyr – allt vegna loftslagsbreytinga. Almenningur hefur áttað sig, en það nægir ekki ef ráðamenn heims aðhafast ekkert. Hálfkák er ekki í boði. Það þarf að bregðast við strax. Og þetta „strax“ er ekki teygjanlegt og órætt hugtak, heldur merkir það „samstundis“. Harmleikur heimsbyggðarinnar í þessari baráttu er að ráðamenn heims eru of margir ábyrgðarlausir og duttlungafullir og sjá enga ástæðu til að taka mark á færustu vísindamönnum. Forseti Bandaríkjanna fer þar fremstur í flokki og á sér liðsmenn í öðrum miður geðslegum ráðamönnum, eins og nýkjörnum forseta Brasilíu. Heiminum stafar hætta af afneitun þessara manna. Það er ekki nóg að almenningur taki mark á aðvörunum vísindamanna, það gerist sárafátt ef ráðamenn, sem hafa raunveruleg áhrif, eru ekki með í för. Þeir hafa skyldum að gegna og verða að sjá sóma sinn í að sinna þeim. Þegar við blasir hrun siðmenningar geta ráðamenn heims ekki látið eins og ekkert sé.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun