Banna farsíma á skólatíma: Dæmi um að foreldrar hafi samband við börnin í kennslustund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 08:32 Farsímar verða bannaðir í Öldutúnsskóla frá áramótum. vísir/hanna Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira