Kristilegt fjarskiptafélag Eiríks í Omega gjaldþrota Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. desember 2018 07:00 Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega. Félagið Global Mission Network ehf., sem tengist rekstri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega og er í eigu sjónvarpsstjórans Eiríks Sigurbjörnssonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota 14. nóvember og skiptastjóri skipaður yfir þrotabúið. Félagið er á skrá yfir fjarskiptafyrirtæki og hefur sömu kennitölu og gefin er fyrir Omega-sjónvarpsstöðina á Já.is. Samkvæmt ársreikningi frá því í fyrra var starfsemi félagsins rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Félagið skilaði 2,5 milljónum króna í hagnað í fyrra, 5,5 milljónum árið áður og nam eigið fé í fyrra tæpum tólf milljónum. Félagið hafði þá 79 milljónir í tekjur. Þrátt fyrir að hafa haldið sér réttu megin við núllið síðustu ár jukust skuldi verulega og nær fjórfölduðust í fyrra og fóru í 20,1 milljón. Þá kemur fram að fastráðnir starfsmenn félagsins hafi verið 17 talsins í fyrra auk lausráðinna verktaka. Félagið greiddi 38,5 milljónir í laun. Á Omega hefur reglulega í gegnum tíðina verið efnt til fjáröflunarátaks þar sem biðlað var til áhorfenda að styrkja þessa kristilegu sjónvarpsstöð sem stofnuð var 1992. Stöðin hefur sent út óslitið síðan en óljóst er hvort og þá hvaða áhrif gjaldþrotið mun hafa. Stöðin er enn í loftinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fullyrða forsvarsmenn stöðvarinnar að reksturinn sé í öðru félagi. Óljóst sé í hverju rekstur Global Mission Network ehf. fólst. Ekki náðist í Eirík Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóra Omega, vegna málsins í gær. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Trúmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Félagið Global Mission Network ehf., sem tengist rekstri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega og er í eigu sjónvarpsstjórans Eiríks Sigurbjörnssonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota 14. nóvember og skiptastjóri skipaður yfir þrotabúið. Félagið er á skrá yfir fjarskiptafyrirtæki og hefur sömu kennitölu og gefin er fyrir Omega-sjónvarpsstöðina á Já.is. Samkvæmt ársreikningi frá því í fyrra var starfsemi félagsins rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Félagið skilaði 2,5 milljónum króna í hagnað í fyrra, 5,5 milljónum árið áður og nam eigið fé í fyrra tæpum tólf milljónum. Félagið hafði þá 79 milljónir í tekjur. Þrátt fyrir að hafa haldið sér réttu megin við núllið síðustu ár jukust skuldi verulega og nær fjórfölduðust í fyrra og fóru í 20,1 milljón. Þá kemur fram að fastráðnir starfsmenn félagsins hafi verið 17 talsins í fyrra auk lausráðinna verktaka. Félagið greiddi 38,5 milljónir í laun. Á Omega hefur reglulega í gegnum tíðina verið efnt til fjáröflunarátaks þar sem biðlað var til áhorfenda að styrkja þessa kristilegu sjónvarpsstöð sem stofnuð var 1992. Stöðin hefur sent út óslitið síðan en óljóst er hvort og þá hvaða áhrif gjaldþrotið mun hafa. Stöðin er enn í loftinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fullyrða forsvarsmenn stöðvarinnar að reksturinn sé í öðru félagi. Óljóst sé í hverju rekstur Global Mission Network ehf. fólst. Ekki náðist í Eirík Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóra Omega, vegna málsins í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Trúmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira