Einblíni bara á hvað ég ætla að gera inn í hringnum í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Síðasti sigur Gunnars í UFC kom gegn hinum bandaríska Alan Jouban í mars árið 2017. NordicPhotos/getty Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira