Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 19:45 Landsréttur féllst ekki á að konan hefði ráðist á fólkið í nauðvörn. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér
Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15