„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. desember 2018 21:48 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.
Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39