Vill hafa áhrif á heiminn með tónlistinni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 8. desember 2018 11:30 Ólafur Arnalds heldur stórtónleika í Eldborg þann 18. desember þar sem hann kynnir nýja plötu sína, re:member. Plötuna segir hann óð til sköpunargleðinnar. Fréttablaðið/Ernir Tónskáldið og BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds hefur verið á ferð og flugi um heiminn undanfarið að kynna nýju plötuna sína re:member. Hann mun enda viðburðarríkt ár hér heima með tónleikum í Eldborg í Hörpu þann 18. desember. Nýja plata er óður til sköpunargleðinnar og þeirri tilfinningu sem listamenn fá þegar þeir skapa og ákveðið ástand myndast, flæði. Við Ólafur tyllum okkur í hlýjum húsakynnum Iðnó við tjörnina á köldum en björtum laugardegi. Hann er við það að hefja nýtt ferðalag hinum megin á hnöttinn, til Ástralíu. „Sköpunargleði er orð sem er ekki til í enskri málfræði. Ég fór að skoða þetta betur þegar ég var að díla við ritstíflu, áður en ég náði að sætta mig við hana,“ segir Ólafur. Hann líkir ritstíflu við að klífa fjall. „Stíflan er bara ferli. Hún er leiðin að því sem þú vilt gera. Þetta er eins og að klífa hæð eða fjall. Maður þarf bara að komast upp á toppinn til að hafa yfirsýn. Því hærra sem fjallið er því betra útsýni færðu. Mér líður oft eins og ritstíflan sé frábær og því stífari sem hún er því betri hugmynd fæ ég á endanum. Hugmyndir koma úr öllu í kringum mig. Lífsreynslum, upplifunum, umhverfinu, ýmsum tilfinningum sem ég finn. Heilinn er svo virkur, maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ég kvarta ekki undan ritstíflunni lengur, ég vinn mig í gegnum hana.“ Áður en að platan re:member varð til var Ólafur fastur í tvo til þrjá mánuði. Hann uppgötvaði, eftir að hafa kynnt sér kenningar um taugaheilavísindi, ástand sem kallast flæði. „Þetta er tilfinningin sem maður fær þegar maður er að vinna í einhverju og gleymir alveg tímanum, óháð því hvað maður er að gera. Þú getur verið að skrifa inn í Excel, skapa list eða unnið eitthvað verkefni sem þú sekkur algjörlega inn í og allt í einu eru liðnir fjórir klukkutímar. Maður gleymir sér alveg. Þetta kallast flæði, eða „flow state“. Ég las bók eftir vísindamanninn Csikszentmihalyi sem uppgötvaði þetta fyrir rúmum 40 árum síðan. Þetta varð svo hugmyndafræðin að baki plötunnar.“Ég tók það með mér í veganesti eftir Kiasmos að vera uppi á sviði og sjá bros og fólk að hreyfa sig og dansa. Mér fannst það gefa mér eitthvað og það gerði mig glaðan, segir Ólafur Arnalds. Fréttablaðið/ErnirPraktískt að tónlistin sé glaðleg Ólafur hefur undanfarin misseri unnið að ýmsum verkefnum og má þar nefna tónlist fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar Broadchurch, Philip K. Dick‘s Electric Dreams, plötu undir nafninu Island Songs og einnig með rafsveitinni Kiasmos. „Ég vann mikið með Kiasmos sem er teknóband. Við ferðuðumst um allan heim og spiluðum á fjölda tónleika. Það var eitthvað svo nýtt fyrir mér að vera uppi á sviði og sjá fólk dansa,“ segir Ólafur sem hefur iðulega samið undir formerkjum nýklassíkar. Ólafur hefur unnið með ljúfan og örlítið melankólískan píanóleik ásamt mörgum fallegum hljóðfærum á borð við Stratus. Stratus er sérsmíðaður píanóhugbúnaður sem að Ólafur og Halldór Eldjárn hönnuðu í sameiningu og gerir Ólafi kleyft að spila á þrjú píanó í einu. Hugbúnaðurinn nemur hvað Ólafur spilar og sendir skilaboð í tvö sjálfspilandi píanó sem að spila með honum, oft á vegu sem koma höfundunum sjálfu á óvart. Stratus notaði Ólafur sem innblástur fyrir nýju plötuna og fylgir honum sömuleiðis á tónleikaferðalaginu. „Ég tók það með mér í veganesti eftir Kiasmos að vera uppi á sviði og sjá bros og fólk að hreyfa sig og dansa. Mér fannst það gefa mér eitthvað og það gerði mig glaðan. Mig langaði því með þessari nýju plötu að fá meiri gleði inn í tónlistina og allt sem er á plötunni snýr að því. Ég vildi að það myndi skína í gegn að mér hafi þótt gaman að gera lögin, sama þótt það sé sorglegt lag, glaðlegt lag eða eitthvað annað lag,“ segir Ólafur. „Ég fór að hugsa um afleiðingarnar af því hvað maður setur á plötu. Þegar maður er búinn að gefa út plötu, þá er það ekki bara búið og maður getur farið að gera eitthvað annað. Tónleikar taka við og maður þarf að fara að spila tónlistina af plötunni á kannski 200 tónleikum. Ég er því fastur með efnið sem ég set á plötuna. Ef ég vill vera glaður þessi 200 kvöld þá er fínt að hafa tónlist sem er glaðleg. Það er svolítið praktískt.“Það var fjölbreytt flóra af fólki í listabransanum sem ákvað að búa til smá kommúnu á Balí. Mér var boðið að vera með og þetta hljómaði svo vel að ég ákvað að kýla á þetta, segir Ólafur sem stundar jóga og hugleiðslu. Fréttablaðið/ErnirÞörfin að semja kom snemma Ólafur fann fyrir þörf til að semja tónlist nánast um leið og hann snerti hljóðfæri í fyrsta sinn. Hann var sendur í tónlistarskóla þegar hann var fimm ára gamall. „Það var þannig að ég vildi aldrei láta segja mér hvað ég ætti að gera, ég vildi semja frekar. Það var eitthvað mjög frumstætt í mér. En á þeim tíma voru örfá grip á gítar og svipað á píanó. Ég man bara að ég vildi aldrei spila eftir nótunum, ég vildi alltaf prófa eitthvað nýtt,“ segir Ólafur. Hann segir að sólóverkefnið sitt, að vinna með píanóstrengi, hafi byrjað þegar hann var 15 ára gamall. „Þessi klassíski stíll. Ég fór að uppgötva kvikmyndatónlist og mig langaði alltaf að verða kvikmyndatónskáld. En það vildi enginn ráða 16 ára ungling í bíómyndirnar sínar,“ segir Ólafur og hlær. „Ég fór því að semja tónlist og setja hana á netið. Ég varð því ekki kvikmyndatónskáld heldur fór að gefa út plötur. Ég fór ekki að gera tónlist í kvikmyndir fyrr en eftir að fólk var búið að uppgötva mig í gegnum það að gera plötur og það var bara nauðsynlegt. Ég ætlaði í raun aldrei að gera það sem ég er að gera núna. Það var alveg óvart.“ Það getur verið skemmtilegt hvert lífið leiðir mann. Nýklassík með popptónlistarívafi er mikil nýjung og ekki algengt að tónskáld sem semji fyrir sinfóníur hafi ótal fylgjendur á instagram og fylla tónleikahallir með stórri ljósasýningu og blikkandi stropljósum. „Í klassískri tónlist ertu bara tónskáld og sinfóníuhljómsveit flytur verkið þitt, þú ert ekki einu sinni á staðnum á meðan,“ segir Ólafur og hlær. „Mér finnst gaman að ég hafi dottið inn á þessa braut bara alveg óvart. Því ég var kannski að reyna að vera eitthvað annað, reyna að vera eins og hinir. En það bara tókst ekki.“Er það ekki ákveðinn léttir, að fatta það að maður þurfi ekki að vera eins og aðrir og geti farið eftir eigin innsæi og verið maður sjálfur? „Jú, en ég fæ kannski ekki þá tilfinningu. Maður heldur alltaf að maður sé að gera mistök. Það er í eðli listamannsins og í eðli fólks almennt að upplifa svikaraheilkenni, (e. imposter syndrome). Maður lítur alltaf upp til hinna,“ segir Ólafur. „Þegar ég heyrði um þetta svikaraheilkenni þá fór ég að lesa mig til um þetta og ég held að það sé stór hluti fólks sem þjáist af þessu og margir alvarlega. Þetta hefur hamlandi áhrif á listamenn og einnig listamenn sem njóta mikillar velgengni. Þetta er tilfinning eins og maður sé alltaf að þykjast. „Ég kann ekki neitt, af hverju halda allir að ég kunni eitthvað?“. Ég hef alveg verið að takast á við þetta. Ég bíð í raun eftir því að fólk í list fari að tala um þetta af einhverri alvöru. Geðsjúkdómar meðal tónlistarfólks eru mjög algengir til dæmis. Ekki það að fólk verði tónlistarfólk út af því að það er með geðsjúkdóma heldur að þessi bransi hafi þau áhrif. Það er aldrei talað um þetta því þetta á að vera eitthvað svona draumastarf.“ Í þessu samhengi segir Ólafur það alltaf vera fremur stressandi að spila á Íslandi. „Ég verð alltaf svo meðvitaður þegar ég kem hingað. Það er ekkert mál að spila í Royal Albert Hall, en að koma hingað heim þá verð ég stressaður,“ segir Ólafur. „Ætli það sé ekki egóið í manni. Maður verður að sýna Íslendingum að maður geti eitthvað í raun og veru og standi undir nafni. Fólk er að lesa um tónleika mína og verkefni í blöðunum og því þarf ég að standa mig. Svo eru mamma og pabbi í salnum og svona og allir vinir mínir. Það hefur vissulega áhrif. En ég hlakka þó til að sýna samlöndum mínum hvað ég er að gera. Það er mjög sjaldgæft að ég fái að sýna það hérna heima almennilega hvað ég er að gera. En núna erum við að flytja inn gám af græjum og ég get loksins sýnt ykkur.“Það áhugaverðasta við tónlist, og þetta spái ég mikið í, er að tónlist tjáir eitthvað sem við getum ekki tjáð. Við getum eiginlega ekki einu sinni útskýrt það, segir Ólafur. Fréttablaðið/ErnirListasamfélagið á Balí Það er mikilvægt að geta aftengt sig og átt góðan stað til hvíldar eftir stór verkefni og það er einmitt það sem Ólafur hefur skapað sér. Hann hefur aðsetur á eyjunni Balí í Indónesíu. Þar hefur hann athvarf þar sem hann getur stundað jóga og skapað tónlist í fallegu og rólegu umhverfi. Hann ætlaði sér aldrei að fjárfesta í fasteign utan landsteina heimalandsins en fékk tilboð sem erfitt var að hafna. „Það var fjölbreytt flóra af fólki í listabransanum sem ákvað að búa til smá kommúnu á Balí. Mér var boðið að vera með og þetta hljómaði svo vel að ég ákvað að kýla á þetta.“ Segir Ólafur. „Við byggðum öll á sama landsvæðinu og erum öll nágrannar. Þetta er fólk allsstaðar að úr heiminum og þarna hefur myndast lítið samfélag af lista- og jógafólki. Þarna er fólk sem á jógastúdíó víða um heim, einn listmálari, frægur rappari og fleiri. Við leigjum þetta svo til annars listafólks þegar við erum ekki á staðnum. Það er gott að koma þarna og fylla sig af innblæstri, náttúru og rækta hugann.“ Ólafur segist hafa fundið sig í jóga og hugleiðslu, þar sem allt er rólegt og afslappað. Hefðbundin líkamsrækt eigi ekki við hann enda ekki vottur af keppnisskapi að finna í honum. „Mér finnst leiðinlegt að hlaupa og leiðinlegt í ræktinni. Ég get ekki verið á svona stöðum þar sem eru skær ljós og brjáluð tónlist í gangi og manneskja með míkrófón sem öskrar á mig. Það er bara minn mesti ótti,“ segir hann og hlær. „Jóga er það eina sem höfðar til mín, til að rækta líkama og sál. Við hugsum alltaf um líkama og sál reyndar sem tvo aðskilda hluti en er reyndar það sama. Á meðan við förum í líkamsrækt þurfum við líka að fara í hugarrækt. Þetta tengist allt og vinnur saman,“ segir Ólafur. „Ég finn mikið fyrir því þegar ég er búinn að vera svona í burtu, að ná að fara í tvo jógatíma gerir gæfumun fyrir mig. Allt í einu er ég bara kominn til lífsins á ný.“Tónlistin mikilvægt tól Ólafur hefur troðið upp víða um heim. Einnig á stöðum sem margir ferðast síður til vegna stríðsástands og umfjallana í fjölmiðlum sem gefa síður fallega mynd. Ólafur hefur spilað í Íran og Pakistan og fleiri staði sem þykja hættulegir. „Tónlistin hefur tekið mig á allskonar staði sem ég gæti aldrei annars farið til. Þetta eru staðir sem maður heldur að séu hættulegir út af frásögum í fjölmiðlum um stríð og annað. Þetta eru staðir sem mörgum dettur ekki í hug að fara á. Íran er til dæmis eitt fallegasta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég hef aldrei kynnst menningu sem er svona gestrisin,“ segir hann. „Það áhugaverðasta við tónlist, og þetta spái ég mikið í, er að tónlist tjáir eitthvað sem við getum ekki tjáð. Við getum eiginlega ekki einu sinni útskýrt það. Við höfum tilhneigingu til að segja að þetta sé sorgleg tónlist eða glaðleg tónlist en það er ótrúlega mikil einföldun á tjáningunni sem er undir í tónlistinni,“ segir Ólafur. „Fólk hefur mismunandi bakgrunn, talar mismunandi tungumál, iðkar mismunandi trúarbrögð og hefur mismunandi skoðarnir. En svo kemur maður með tónlist og þá verður fólk sem venjulega er í stríði við hvort annað, horfist í augu og tengist í gegnum tónlistina. Að sitja inni í tónleikasal og svo hefst lag. Það getur látið þig tárast og einnig manneskjuna við hliðiná þér. En á sama tíma gætuð þið ekki talað saman því þá kæmu átök. Sambönd og tengingar myndast ekki endilega út af samtölum. Ég og þú, við þurfum ekki endilega að skilja hvort annað en ef við upplifum það sama þá myndast einhversskonar tenging. Það má segja að það sé mín vegferð að ferðast um heiminn og mynda tengingar á milli fólks. Mér finnst þetta mikilvægt. Mér finnst tónlist sem ferðast um heiminn vera mikilvægt tól til að koma mannkyninu á annað stig,“ segir Ólafur að lokum áður en hann heldur út á Keflavíkurflugvöll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónskáldið og BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds hefur verið á ferð og flugi um heiminn undanfarið að kynna nýju plötuna sína re:member. Hann mun enda viðburðarríkt ár hér heima með tónleikum í Eldborg í Hörpu þann 18. desember. Nýja plata er óður til sköpunargleðinnar og þeirri tilfinningu sem listamenn fá þegar þeir skapa og ákveðið ástand myndast, flæði. Við Ólafur tyllum okkur í hlýjum húsakynnum Iðnó við tjörnina á köldum en björtum laugardegi. Hann er við það að hefja nýtt ferðalag hinum megin á hnöttinn, til Ástralíu. „Sköpunargleði er orð sem er ekki til í enskri málfræði. Ég fór að skoða þetta betur þegar ég var að díla við ritstíflu, áður en ég náði að sætta mig við hana,“ segir Ólafur. Hann líkir ritstíflu við að klífa fjall. „Stíflan er bara ferli. Hún er leiðin að því sem þú vilt gera. Þetta er eins og að klífa hæð eða fjall. Maður þarf bara að komast upp á toppinn til að hafa yfirsýn. Því hærra sem fjallið er því betra útsýni færðu. Mér líður oft eins og ritstíflan sé frábær og því stífari sem hún er því betri hugmynd fæ ég á endanum. Hugmyndir koma úr öllu í kringum mig. Lífsreynslum, upplifunum, umhverfinu, ýmsum tilfinningum sem ég finn. Heilinn er svo virkur, maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ég kvarta ekki undan ritstíflunni lengur, ég vinn mig í gegnum hana.“ Áður en að platan re:member varð til var Ólafur fastur í tvo til þrjá mánuði. Hann uppgötvaði, eftir að hafa kynnt sér kenningar um taugaheilavísindi, ástand sem kallast flæði. „Þetta er tilfinningin sem maður fær þegar maður er að vinna í einhverju og gleymir alveg tímanum, óháð því hvað maður er að gera. Þú getur verið að skrifa inn í Excel, skapa list eða unnið eitthvað verkefni sem þú sekkur algjörlega inn í og allt í einu eru liðnir fjórir klukkutímar. Maður gleymir sér alveg. Þetta kallast flæði, eða „flow state“. Ég las bók eftir vísindamanninn Csikszentmihalyi sem uppgötvaði þetta fyrir rúmum 40 árum síðan. Þetta varð svo hugmyndafræðin að baki plötunnar.“Ég tók það með mér í veganesti eftir Kiasmos að vera uppi á sviði og sjá bros og fólk að hreyfa sig og dansa. Mér fannst það gefa mér eitthvað og það gerði mig glaðan, segir Ólafur Arnalds. Fréttablaðið/ErnirPraktískt að tónlistin sé glaðleg Ólafur hefur undanfarin misseri unnið að ýmsum verkefnum og má þar nefna tónlist fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar Broadchurch, Philip K. Dick‘s Electric Dreams, plötu undir nafninu Island Songs og einnig með rafsveitinni Kiasmos. „Ég vann mikið með Kiasmos sem er teknóband. Við ferðuðumst um allan heim og spiluðum á fjölda tónleika. Það var eitthvað svo nýtt fyrir mér að vera uppi á sviði og sjá fólk dansa,“ segir Ólafur sem hefur iðulega samið undir formerkjum nýklassíkar. Ólafur hefur unnið með ljúfan og örlítið melankólískan píanóleik ásamt mörgum fallegum hljóðfærum á borð við Stratus. Stratus er sérsmíðaður píanóhugbúnaður sem að Ólafur og Halldór Eldjárn hönnuðu í sameiningu og gerir Ólafi kleyft að spila á þrjú píanó í einu. Hugbúnaðurinn nemur hvað Ólafur spilar og sendir skilaboð í tvö sjálfspilandi píanó sem að spila með honum, oft á vegu sem koma höfundunum sjálfu á óvart. Stratus notaði Ólafur sem innblástur fyrir nýju plötuna og fylgir honum sömuleiðis á tónleikaferðalaginu. „Ég tók það með mér í veganesti eftir Kiasmos að vera uppi á sviði og sjá bros og fólk að hreyfa sig og dansa. Mér fannst það gefa mér eitthvað og það gerði mig glaðan. Mig langaði því með þessari nýju plötu að fá meiri gleði inn í tónlistina og allt sem er á plötunni snýr að því. Ég vildi að það myndi skína í gegn að mér hafi þótt gaman að gera lögin, sama þótt það sé sorglegt lag, glaðlegt lag eða eitthvað annað lag,“ segir Ólafur. „Ég fór að hugsa um afleiðingarnar af því hvað maður setur á plötu. Þegar maður er búinn að gefa út plötu, þá er það ekki bara búið og maður getur farið að gera eitthvað annað. Tónleikar taka við og maður þarf að fara að spila tónlistina af plötunni á kannski 200 tónleikum. Ég er því fastur með efnið sem ég set á plötuna. Ef ég vill vera glaður þessi 200 kvöld þá er fínt að hafa tónlist sem er glaðleg. Það er svolítið praktískt.“Það var fjölbreytt flóra af fólki í listabransanum sem ákvað að búa til smá kommúnu á Balí. Mér var boðið að vera með og þetta hljómaði svo vel að ég ákvað að kýla á þetta, segir Ólafur sem stundar jóga og hugleiðslu. Fréttablaðið/ErnirÞörfin að semja kom snemma Ólafur fann fyrir þörf til að semja tónlist nánast um leið og hann snerti hljóðfæri í fyrsta sinn. Hann var sendur í tónlistarskóla þegar hann var fimm ára gamall. „Það var þannig að ég vildi aldrei láta segja mér hvað ég ætti að gera, ég vildi semja frekar. Það var eitthvað mjög frumstætt í mér. En á þeim tíma voru örfá grip á gítar og svipað á píanó. Ég man bara að ég vildi aldrei spila eftir nótunum, ég vildi alltaf prófa eitthvað nýtt,“ segir Ólafur. Hann segir að sólóverkefnið sitt, að vinna með píanóstrengi, hafi byrjað þegar hann var 15 ára gamall. „Þessi klassíski stíll. Ég fór að uppgötva kvikmyndatónlist og mig langaði alltaf að verða kvikmyndatónskáld. En það vildi enginn ráða 16 ára ungling í bíómyndirnar sínar,“ segir Ólafur og hlær. „Ég fór því að semja tónlist og setja hana á netið. Ég varð því ekki kvikmyndatónskáld heldur fór að gefa út plötur. Ég fór ekki að gera tónlist í kvikmyndir fyrr en eftir að fólk var búið að uppgötva mig í gegnum það að gera plötur og það var bara nauðsynlegt. Ég ætlaði í raun aldrei að gera það sem ég er að gera núna. Það var alveg óvart.“ Það getur verið skemmtilegt hvert lífið leiðir mann. Nýklassík með popptónlistarívafi er mikil nýjung og ekki algengt að tónskáld sem semji fyrir sinfóníur hafi ótal fylgjendur á instagram og fylla tónleikahallir með stórri ljósasýningu og blikkandi stropljósum. „Í klassískri tónlist ertu bara tónskáld og sinfóníuhljómsveit flytur verkið þitt, þú ert ekki einu sinni á staðnum á meðan,“ segir Ólafur og hlær. „Mér finnst gaman að ég hafi dottið inn á þessa braut bara alveg óvart. Því ég var kannski að reyna að vera eitthvað annað, reyna að vera eins og hinir. En það bara tókst ekki.“Er það ekki ákveðinn léttir, að fatta það að maður þurfi ekki að vera eins og aðrir og geti farið eftir eigin innsæi og verið maður sjálfur? „Jú, en ég fæ kannski ekki þá tilfinningu. Maður heldur alltaf að maður sé að gera mistök. Það er í eðli listamannsins og í eðli fólks almennt að upplifa svikaraheilkenni, (e. imposter syndrome). Maður lítur alltaf upp til hinna,“ segir Ólafur. „Þegar ég heyrði um þetta svikaraheilkenni þá fór ég að lesa mig til um þetta og ég held að það sé stór hluti fólks sem þjáist af þessu og margir alvarlega. Þetta hefur hamlandi áhrif á listamenn og einnig listamenn sem njóta mikillar velgengni. Þetta er tilfinning eins og maður sé alltaf að þykjast. „Ég kann ekki neitt, af hverju halda allir að ég kunni eitthvað?“. Ég hef alveg verið að takast á við þetta. Ég bíð í raun eftir því að fólk í list fari að tala um þetta af einhverri alvöru. Geðsjúkdómar meðal tónlistarfólks eru mjög algengir til dæmis. Ekki það að fólk verði tónlistarfólk út af því að það er með geðsjúkdóma heldur að þessi bransi hafi þau áhrif. Það er aldrei talað um þetta því þetta á að vera eitthvað svona draumastarf.“ Í þessu samhengi segir Ólafur það alltaf vera fremur stressandi að spila á Íslandi. „Ég verð alltaf svo meðvitaður þegar ég kem hingað. Það er ekkert mál að spila í Royal Albert Hall, en að koma hingað heim þá verð ég stressaður,“ segir Ólafur. „Ætli það sé ekki egóið í manni. Maður verður að sýna Íslendingum að maður geti eitthvað í raun og veru og standi undir nafni. Fólk er að lesa um tónleika mína og verkefni í blöðunum og því þarf ég að standa mig. Svo eru mamma og pabbi í salnum og svona og allir vinir mínir. Það hefur vissulega áhrif. En ég hlakka þó til að sýna samlöndum mínum hvað ég er að gera. Það er mjög sjaldgæft að ég fái að sýna það hérna heima almennilega hvað ég er að gera. En núna erum við að flytja inn gám af græjum og ég get loksins sýnt ykkur.“Það áhugaverðasta við tónlist, og þetta spái ég mikið í, er að tónlist tjáir eitthvað sem við getum ekki tjáð. Við getum eiginlega ekki einu sinni útskýrt það, segir Ólafur. Fréttablaðið/ErnirListasamfélagið á Balí Það er mikilvægt að geta aftengt sig og átt góðan stað til hvíldar eftir stór verkefni og það er einmitt það sem Ólafur hefur skapað sér. Hann hefur aðsetur á eyjunni Balí í Indónesíu. Þar hefur hann athvarf þar sem hann getur stundað jóga og skapað tónlist í fallegu og rólegu umhverfi. Hann ætlaði sér aldrei að fjárfesta í fasteign utan landsteina heimalandsins en fékk tilboð sem erfitt var að hafna. „Það var fjölbreytt flóra af fólki í listabransanum sem ákvað að búa til smá kommúnu á Balí. Mér var boðið að vera með og þetta hljómaði svo vel að ég ákvað að kýla á þetta.“ Segir Ólafur. „Við byggðum öll á sama landsvæðinu og erum öll nágrannar. Þetta er fólk allsstaðar að úr heiminum og þarna hefur myndast lítið samfélag af lista- og jógafólki. Þarna er fólk sem á jógastúdíó víða um heim, einn listmálari, frægur rappari og fleiri. Við leigjum þetta svo til annars listafólks þegar við erum ekki á staðnum. Það er gott að koma þarna og fylla sig af innblæstri, náttúru og rækta hugann.“ Ólafur segist hafa fundið sig í jóga og hugleiðslu, þar sem allt er rólegt og afslappað. Hefðbundin líkamsrækt eigi ekki við hann enda ekki vottur af keppnisskapi að finna í honum. „Mér finnst leiðinlegt að hlaupa og leiðinlegt í ræktinni. Ég get ekki verið á svona stöðum þar sem eru skær ljós og brjáluð tónlist í gangi og manneskja með míkrófón sem öskrar á mig. Það er bara minn mesti ótti,“ segir hann og hlær. „Jóga er það eina sem höfðar til mín, til að rækta líkama og sál. Við hugsum alltaf um líkama og sál reyndar sem tvo aðskilda hluti en er reyndar það sama. Á meðan við förum í líkamsrækt þurfum við líka að fara í hugarrækt. Þetta tengist allt og vinnur saman,“ segir Ólafur. „Ég finn mikið fyrir því þegar ég er búinn að vera svona í burtu, að ná að fara í tvo jógatíma gerir gæfumun fyrir mig. Allt í einu er ég bara kominn til lífsins á ný.“Tónlistin mikilvægt tól Ólafur hefur troðið upp víða um heim. Einnig á stöðum sem margir ferðast síður til vegna stríðsástands og umfjallana í fjölmiðlum sem gefa síður fallega mynd. Ólafur hefur spilað í Íran og Pakistan og fleiri staði sem þykja hættulegir. „Tónlistin hefur tekið mig á allskonar staði sem ég gæti aldrei annars farið til. Þetta eru staðir sem maður heldur að séu hættulegir út af frásögum í fjölmiðlum um stríð og annað. Þetta eru staðir sem mörgum dettur ekki í hug að fara á. Íran er til dæmis eitt fallegasta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég hef aldrei kynnst menningu sem er svona gestrisin,“ segir hann. „Það áhugaverðasta við tónlist, og þetta spái ég mikið í, er að tónlist tjáir eitthvað sem við getum ekki tjáð. Við getum eiginlega ekki einu sinni útskýrt það. Við höfum tilhneigingu til að segja að þetta sé sorgleg tónlist eða glaðleg tónlist en það er ótrúlega mikil einföldun á tjáningunni sem er undir í tónlistinni,“ segir Ólafur. „Fólk hefur mismunandi bakgrunn, talar mismunandi tungumál, iðkar mismunandi trúarbrögð og hefur mismunandi skoðarnir. En svo kemur maður með tónlist og þá verður fólk sem venjulega er í stríði við hvort annað, horfist í augu og tengist í gegnum tónlistina. Að sitja inni í tónleikasal og svo hefst lag. Það getur látið þig tárast og einnig manneskjuna við hliðiná þér. En á sama tíma gætuð þið ekki talað saman því þá kæmu átök. Sambönd og tengingar myndast ekki endilega út af samtölum. Ég og þú, við þurfum ekki endilega að skilja hvort annað en ef við upplifum það sama þá myndast einhversskonar tenging. Það má segja að það sé mín vegferð að ferðast um heiminn og mynda tengingar á milli fólks. Mér finnst þetta mikilvægt. Mér finnst tónlist sem ferðast um heiminn vera mikilvægt tól til að koma mannkyninu á annað stig,“ segir Ólafur að lokum áður en hann heldur út á Keflavíkurflugvöll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira