Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. Vísir/ap Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið 278 mótmælendur í París við upphaf mótmæla hinna svokölluðu „gulstakka“ en líkt og síðustu helgi kom til átaka á milli lögreglunnar og mótmælenda. Lögregluaðgerðir hafa verið hertar til muna til að bregðast við mótmælunum en að því er fram kemur á vef AP hefur lögreglan, auk þess að beita táragasi, gert hlífðarbúnað blaða-og fréttamanna upptækan. Um 8.000 lögregluþjónar eru á götum Parísar en „gulu stakkarnir“ mótmæla á Champs-Elysees breiðgötunni en mótmæli fara þó fram víðs vegar um Frakkland. Mótmælin hófust fyrir nokkrum vikum og beindust þá einkum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í landinu en nú virðast kröfurnar vera aðrar og fjölbreyttari. Mótmælendurnir kalla sig „gulu vestin“ og hefur skipulagning mótmælanna farið að mestu fram á samfélagsmiðlum.Kristín Jónsdóttir, leiðsögumaður og þýðandi, segir andrúmsloftið í Frakklandi ekki vera gott þessa dagana.Kristín JónsdóttirKristín Jónsdóttir, parísardama, er leiðsögumaður í Frakklandi og býr í úthverfi Parísar, rétt við borgarmörkin. Hún segir ótta einkenna andrúmsloftið í París. Kaupmenn notuðu gærdaginn í að loka gluggum og hurðum með flekum. „Það var ekki gott andrúmsloft í París í gær, ég labbaði þarna um Mýrina, það var lítil jólastemning og lítið þægilegt. Maður sá bara þennan ótta. Ég heyrði í tveimur konum sem reka listgallerí sem voru að spjalla saman fyrir utan um hvernig þetta yrði á morgun og hvað þær ætluðu að gera á morgun til að verja sitt. Það er óhugnaður sem er ekki góður.“ Kristín segir að íbúar Parísar hafi hingað til staðið með mótmælendum en ofbeldið og óeirðirnar hafi sett strik í reikninginn. „Þessi hrikalegu læti öll sem fóru mjög illa. Það voru margir sem slösuðust síðasta laugardag og stöðug ógn alla vikuna. Þessi hræðsla um hvað gerist næstu helgi?“ Sjálf segist Kristín forðast að vera úti á götum Parísar. „Ég ákvað það bara þegar ég tók Metro heim í gær að ég væri ekkert að fara niður í bæ á morgun. Börnin mín eru komin í menntaskóla – og menntskælingar eru líka að mótmæla – það var náttúrulega þessi loftslagsganga í dag sem við ætluðum í ég og krakkarnir en það kemur ekki til greina. Það voru allir sammála um það allir foreldrarnir hérna í hverfinu og vinir mínir að við förum ekkert í þá göngu og ég veit ekkert hvernig hún verður,“ segir Kristín sem bætir við að hún vilji ekki koma sér í aðstæður sem hún ráði ekki við.Nú virðast áherslur mótmælanna vera orðnar aðrar en þær sem lagt var upp með í upphafi? „Markmiðið er náttúrulega að láta í sér heyra, að fá ríkisvaldið og forsetann til að bakka með aðgerðir, skattahækkanir og niðurskurð. Þetta er náttúrulega bara herópið sem maður heyrir öskra núna á Champs-Elysees er bara Macron segðu af þér og eins og einhver sagði síðan sem var rætt við það er ekkert endilega verið að biðja Macron endilega að segja af sér en allavega fá hann til þess að lúffa gagnvart mótmælendum og gagnvart okkur fólkinu í landinu. Hætta að níðast á okkur og fara að taka á málunum þar sem þarf að taka á þeim. Þetta sem við vitum öll sem er að gerast; þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verða fátækari. Stefna Macron er ekki að bæta það á nokkurn hátt, þvert á móti,“ segir Kristín.Hér sjást kaupmenn Parísarborgar loka hurðum og gluggum með stórum flekum til að reyna að verja sig fyrir mótmælunum.Kristín JónsdóttirGjá virðist hafa myndast á milli landsbyggðarinnar og borgarbúa. Íbúar á landsbyggðinni eru ósáttir við álögur á eldsneyti því þeir reiða sig á einkabílinn til að komast á milli staða. „Fólk sem býr á Parísarsvæðinu er ekkert undir þessu komið, að komast á bílnum sínum á milli staða, en annars staðar í Frakklandi er það bara málið að fólk keyrir til og frá vinnu því það er búið að taka litlu lestirnar í burtu og litlar lestarstöðvar hafa lokað smátt og smátt í gegnum árin. Afskekktar sveitir eru þannig að þú keyrir mikið, alveg eins og á Íslandi,“ segir Kristín. Kristín segir að Emmanuel Macron sé búinn að missa tengslin við fólkið í landinu. „Maður er alveg með því að það sé farið að mótmæla valdhöfum sem eru hrokafullir og eru bara ekki tengdir lýðnum í landinu og við höfum nú heldur betur séð það undanfarna daga á Íslandi að það er staðreynd að ýmsir valdhafar virðast ekki hafa neina tengingu við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, skilja það ekki, átta sig ekki á því og reyna ekkert til að gera það. Það er sú samræða sem ég vildi fara að heyra.“ Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið 278 mótmælendur í París við upphaf mótmæla hinna svokölluðu „gulstakka“ en líkt og síðustu helgi kom til átaka á milli lögreglunnar og mótmælenda. Lögregluaðgerðir hafa verið hertar til muna til að bregðast við mótmælunum en að því er fram kemur á vef AP hefur lögreglan, auk þess að beita táragasi, gert hlífðarbúnað blaða-og fréttamanna upptækan. Um 8.000 lögregluþjónar eru á götum Parísar en „gulu stakkarnir“ mótmæla á Champs-Elysees breiðgötunni en mótmæli fara þó fram víðs vegar um Frakkland. Mótmælin hófust fyrir nokkrum vikum og beindust þá einkum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í landinu en nú virðast kröfurnar vera aðrar og fjölbreyttari. Mótmælendurnir kalla sig „gulu vestin“ og hefur skipulagning mótmælanna farið að mestu fram á samfélagsmiðlum.Kristín Jónsdóttir, leiðsögumaður og þýðandi, segir andrúmsloftið í Frakklandi ekki vera gott þessa dagana.Kristín JónsdóttirKristín Jónsdóttir, parísardama, er leiðsögumaður í Frakklandi og býr í úthverfi Parísar, rétt við borgarmörkin. Hún segir ótta einkenna andrúmsloftið í París. Kaupmenn notuðu gærdaginn í að loka gluggum og hurðum með flekum. „Það var ekki gott andrúmsloft í París í gær, ég labbaði þarna um Mýrina, það var lítil jólastemning og lítið þægilegt. Maður sá bara þennan ótta. Ég heyrði í tveimur konum sem reka listgallerí sem voru að spjalla saman fyrir utan um hvernig þetta yrði á morgun og hvað þær ætluðu að gera á morgun til að verja sitt. Það er óhugnaður sem er ekki góður.“ Kristín segir að íbúar Parísar hafi hingað til staðið með mótmælendum en ofbeldið og óeirðirnar hafi sett strik í reikninginn. „Þessi hrikalegu læti öll sem fóru mjög illa. Það voru margir sem slösuðust síðasta laugardag og stöðug ógn alla vikuna. Þessi hræðsla um hvað gerist næstu helgi?“ Sjálf segist Kristín forðast að vera úti á götum Parísar. „Ég ákvað það bara þegar ég tók Metro heim í gær að ég væri ekkert að fara niður í bæ á morgun. Börnin mín eru komin í menntaskóla – og menntskælingar eru líka að mótmæla – það var náttúrulega þessi loftslagsganga í dag sem við ætluðum í ég og krakkarnir en það kemur ekki til greina. Það voru allir sammála um það allir foreldrarnir hérna í hverfinu og vinir mínir að við förum ekkert í þá göngu og ég veit ekkert hvernig hún verður,“ segir Kristín sem bætir við að hún vilji ekki koma sér í aðstæður sem hún ráði ekki við.Nú virðast áherslur mótmælanna vera orðnar aðrar en þær sem lagt var upp með í upphafi? „Markmiðið er náttúrulega að láta í sér heyra, að fá ríkisvaldið og forsetann til að bakka með aðgerðir, skattahækkanir og niðurskurð. Þetta er náttúrulega bara herópið sem maður heyrir öskra núna á Champs-Elysees er bara Macron segðu af þér og eins og einhver sagði síðan sem var rætt við það er ekkert endilega verið að biðja Macron endilega að segja af sér en allavega fá hann til þess að lúffa gagnvart mótmælendum og gagnvart okkur fólkinu í landinu. Hætta að níðast á okkur og fara að taka á málunum þar sem þarf að taka á þeim. Þetta sem við vitum öll sem er að gerast; þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verða fátækari. Stefna Macron er ekki að bæta það á nokkurn hátt, þvert á móti,“ segir Kristín.Hér sjást kaupmenn Parísarborgar loka hurðum og gluggum með stórum flekum til að reyna að verja sig fyrir mótmælunum.Kristín JónsdóttirGjá virðist hafa myndast á milli landsbyggðarinnar og borgarbúa. Íbúar á landsbyggðinni eru ósáttir við álögur á eldsneyti því þeir reiða sig á einkabílinn til að komast á milli staða. „Fólk sem býr á Parísarsvæðinu er ekkert undir þessu komið, að komast á bílnum sínum á milli staða, en annars staðar í Frakklandi er það bara málið að fólk keyrir til og frá vinnu því það er búið að taka litlu lestirnar í burtu og litlar lestarstöðvar hafa lokað smátt og smátt í gegnum árin. Afskekktar sveitir eru þannig að þú keyrir mikið, alveg eins og á Íslandi,“ segir Kristín. Kristín segir að Emmanuel Macron sé búinn að missa tengslin við fólkið í landinu. „Maður er alveg með því að það sé farið að mótmæla valdhöfum sem eru hrokafullir og eru bara ekki tengdir lýðnum í landinu og við höfum nú heldur betur séð það undanfarna daga á Íslandi að það er staðreynd að ýmsir valdhafar virðast ekki hafa neina tengingu við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, skilja það ekki, átta sig ekki á því og reyna ekkert til að gera það. Það er sú samræða sem ég vildi fara að heyra.“
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17