Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Andri Eysteinsson skrifar 9. desember 2018 16:33 Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar.
Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira