Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Andri Eysteinsson skrifar 9. desember 2018 16:33 Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar.
Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira