Óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn og eftir atvikum lokun á átta rekstrarleyfisskyldum gististöðum utan höfuðborgarsvæðisins, frá því heimagistingarvakt ferðamálaráðherra var sett á laggirnar í sumar með 64 milljóna fjármagni til eins árs.
Á sama tímabili hefur lögregla stöðvað starfsemi þriggja rekstrarleyfisskyldra gististaða á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir vegna brota á skráningarskyldu gististaða nema nú þegar tæpum 40 milljónum en um það bil sjö vikur eru síðan sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf útgáfu sekta samkvæmt sérstökum samningi við ráðuneytið.
Þetta kemur fram í svari atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur varaþingmanns.
Í svarinu kemur einnig fram að 80 prósenta fjölgun hefur orðið á skráðum heimagistingum það sem af er ári 2018.
Tugir milljóna í sektir vegna heimagistingar
Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
