Þýska fótboltalandsliðið í mínus á þessu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 11:00 Þýsku dagblöðin eftir að þýska knattspyrnulandsliðið datt óvænt út í riðlakeppni HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira