Rúmenski dómarinn Ovidiu Hategan dæmdi leikinn í gær. Eftir leikinn þakkaði hann leikmönnum fyrir eins og venjan er en Virgil van Dijk tók eftir því að það var ekki allt í lagi.
Ovidiu Hategan fór allt í einu að gráta og féll í faðma Virgil van Dijk sem hughreysti hann.
Referee Ovidiu Hategan recently lost his mother. Right after the FT whistle Virgil van Dijk went towards him to comfort him, while crying. This is beautiful.
pic.twitter.com/NnHJMGCCGO
— AFC Ajax (@TheEuropeanLad) November 19, 2018
Í ljós kom að Ovidiu Hategan hafði nýverið misst móður sína og það sem gerði það enn erfiðara var að Rúmeninn fékk slæmu tíðindin í hálfleik.
„Hann brotnaði niður og byrjaði að gráta. Ég sagði við hann að ég vonaði allt yrði í lagi og sagði að hann hefði dæmt leikinn vel,“ sagði Virgil van Dijk um atvikið eftir leik. Expressen sagði frá.
Atvikið með dómaranum varð aðeins nokkrum mínútum eftir að Virgil van Dijk hafði skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Hollandi sæti í fjögurra þjóða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
Miðverði Liverpool hefur verið hrósað fyrir viðbrögð sín en hann eins og aðrir leikmenn tóku eftir því að Ovidiu Hategan kom grátandi til leiks í seinni hálfleik eftir að hafa fengið þessar erfiðu fréttir í hálfleik.
Ovidiu Hategan er 38 ára gamall og hefur dæmt bæði á EM (2016 í Frakklandi) og á Ólympíuleikum (2016 í Ríó). Hann hefur verið FIFA-dómari síðan 2018.