Farþegi í flugi WOW Air frá Brussel sem lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 13:30 var handtekinn við komuna til landsins.
Um var að ræða karlmann sem hafði ekki hegðað sér reglum samkvæmt í fluginu og var meðal annars staðinn að því að reykja inni á snyrtingunni. Samkvæmt heimildum Vísis var farþeginn allt annað en hress við handtökuna.
Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, staðfestir handtökun í samtali við Vísi og reykingar á salerni. Lögreglan á Suðurnesjum hafði engar upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað.
Braut reglur í flugi WOW og var handtekinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
