Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
„Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira