Gert að leysa Kúrda úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Selahattin Demirtas verður þó ekki leystur úr haldi, ef marka má orð Receps Tayyips Erdogan forseta. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira