Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrum formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira